sunnudagur, janúar 08, 2006

Fatahengi, Töfraflautan og Ófeigur Bárðason

Í gær var ég fatahengisdama á nýársdansleik í Ketilhúsinu. Þegar gestirnir tóku að streyma vissum ég og sú sem var með mér ekki ennþá hvað við áttum nákvæmlega að gera. Sú sem átti að upplýsa okkur og koma með miðana sem við áttum að nota í fatahenginu mætti hálftíma eftir að húsið opnaðist. En þetta reddaðist eins og allt annað. Var svolítið panik í smástund en með mikilli skipulagningu, ústjónarsemi, kústskafti, málningarskafti og að ógleymdu límbandi sem hélt herlegheitunum saman var komið kerfi sem svínvirkaði. Já, ég gleymdi kannski að segja að fatahengin hófu að hrynja enda ekki gerð fyrir þunga allra þessara pelsa sem voru á svæðinu. það skýrir sem sagt tilkomu kústs- og málningarskaftanna í upptalningunni áðan.

Annars var þetta hin ágætasta skemmtun. Komu reyndar dauðar stundir þar sem ég var þarna frá því kl. 18 til 3:30. Ég smakkaði kengúrukjöt og dádýrakjöt. Kengúran var virkilega góð. Smakkaði einnig hörpuskel, hún er eins og fiskibolla á bragðið.

Prófin eru á næsta leiti eins og flest allir vita. Lítið hefur verið um lærdóm þessa helgina. Ætlaði að vera mjög dugleg í gær en litla krúttípúttið mitt kom í heimsókn og auðvitað þurfti að sinna honum. Dagurinn í dag hefur svo einkennst af náttfötum, það er gaman að eiga náttföt, ég hef nefnilega ekki átt náttföt síðan ég var lítil eða minni, aldrei hef ég nú lítil verið nema kannski þegar ég fæddist þá var ég einungis 49 cm að lengd. Ég var samt fljót að ná mér af þeim lítilheitum.

Þegar ég var búin að koma mér fyrir inni í herbergi með náttúrufræðibókina og glósur þá heyrði ég innan úr stofu upphafs tóna Töfraflautunnar eftir Mozart. Þegar ég fór og kannaði málið þá var víst stöð 157, Artsworld, einmitt að sýna umrædda óperu. Svona er nú gervihnattadiskurinn skemmtilegur. Auðvitað varð ég að horfa á þennan menningarviðburð og minnast gamalla tíma úr Ketilhúsinu fyrir um það bil ári síðan. Gaman var að sjá sítalandi hræðslupúkann Papageno, Tamino að farast úr prinsstælum, Næturdrottinguna reiðari en nokkru sinni fyrr og Monostatos svartari en nokkru sinn fyrr. Sarastro var bara bassi og Pamina ósköp sæt. Ég tók samt eftir því að brandararnir voru ekki eins fyndnir á þýsku og íslensku.

Gaman var að snjá Næturdrottninguna í frægu aríunni. Hún var nefnilega rosalega reið og söng af krafti nema á háutónunum. Þá komu rosalega veikir og sætir flaututónar út úr henni. Svo sveiflaði hún puttanum skemmtilega að Paminu. Ég dró þá ályktun að hún væri að leggja áherlslu á orð sín og skamma Paminu. Þetta leit samt frekar furðulega út þar sem hún var svo upptekin af því að ná tónunum að það var eins og hún gleymdi að leika á meðan. Þetta var spes. En hún var í flottum kjól.

Það er kveikt á sjónvarpinu og þar í Kastljósinu er Ófeigur, nei Ólafur,í viðtali. Ég veit ekki hvort það verði eitthvað meira úr lærdóm þessa helgina. Nei sko, núna eru þeir að sýna atriði úr spaugstofunni. Ófeigur Bárðason er klárlega maðurinn.

Þangað til næst...

P.S. Ég gleymdi að minnast á það að ég þurfti að vera í svörtum fötum í gær. Þannig að í hátt í 8 klst. var ég, Arnbjörg Jónsdóttir, klædd í svart frá toppi til táar. Það sem meira er að það var ekki eins óþægilegt og ég hélt það yrði.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

váví, hæhó, ég bara fyrst..vá..:)

En til hamingju með síðuna elsku Abba mín og velkomin í bloggheiminn :D Voandi áttu eftir að vera mér til sóma hérna, efast nú reyndar ekki um það, þú átt eftir að slá mér út ef eitthvað er :)
En allavega gaman gaman gleði gleði

8:24 e.h.  
Blogger Katana said...

Númer 2 ;)

8:35 e.h.  
Blogger Nannnnnna said...

Hey...mig langar að smakka kengúru!
Ég númer fjögur:o) Júhhú

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Númer fimm! En gaman. Hefði frekar viljað vera nr. 29 (þar sem það er mjög svöl tala) ... er nokkuð séns að fá að skipta tölunum, vera nr. 29 núna, og nr. 29 seinna má bara vera nr. 5?
Annars er gaman að þú ert komin með blogg ... ég mun reyna að venja komur mínar hingað.
Sjáumst,
Talhonjik (nr. 29)

10:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ. Til hamingju með síðuna, ég kem sko til með að verða ein af þeim sem les bloggið reglulega. Og hey, ég er búin að borða sleikjóinn og hann var ágætur þrátt fyrir útlistgallaðar umbúðir...nei, kannski voru þær ekki beint gallaðar, bara asnalegar. ;) En allavega, sjáumst fljótlega og ef við sjáumst ekki fyrir prófin ætla ég bara að segja: Gangi þér vel! :)

9:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home