fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ég sit hérna heima og hef ekkert að gera. Er í rauninni að bíða eftir því að fara í skólann. Ég nenni ekki að horfa á sjónvarpið og nenni varla að vera í tölvunni heldur. Ég gæti svo sem fundið mér eitthvað gáfulegt að gera, t.d. að lesa, læra, æfa frönskuna eða æfa nýju aríurnar mínar en ég nenni því ekki heldur. Enda er ég með hálsbólgu og mér er pínu illt í bakinu líka. Eitthvað sem virðist oft hanga saman. En í staðinn fyrir að leggjast í alls herjar þunglyndi þá ákvað ég að fara í gegnum geisladiskastandinn á heimilinu. Það er ekki svo langt síðan ég tók plötusafnið í gegn þannig að geisladiskarnir voru næstir. Þar fann ég sanfdisk með jazz standördum. Sá diskur er í tækinu núna og er það hin ágætasta skemmtun. Ég komst meira segja í pínu stuð í "In the mood". Núna er það "Georgia on my mind" ekki alveg jafn mikið stuðlag en samt.

Mmmm.... ég mæli sko með þessum gömlu.


NO GAL MADE HAS GOT A SHADE
ON SWEET GEORGIA BROWN,
TWO LEFT FEET, OH, SO NEAT,
HAS SWEET GEORGIA BROWN!

Farin að horfa út um gluggann.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vaka og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.


Hvað er Lóan eiginlega að skipta sér af? Hvað þykist hún vita.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

I want to be made

Í fríinu eftir prófin horfði ég á ansi ávanabindani þætti á MTV sem nefnast MADE. Í stuttu máli hjálpa valinkunnir einstaklingar óhamingjusömum krökkum að snúa lífi sínu til betri vegar. Allir eiga krakkarnir það sameiginlegt að hafa ekki fundið sína réttu hillu í lífinu og vilja gera hvað sem er til þess að fylla tómarúmið í hjartanu. Allir, stelpur sem strákar, brotna saman a.m.k. einu sinni og efast stórlega um sitt verðuga verkefni og komandi örlög. Allt endar þó vel að lokum. Takmarkinu eru náð og allir eru glaðir og allir eru vinir.

Í þeim þáttum sem ég hef þegar séð hafa viðfangsefnin verið...

...feitubolla sem vill verða ánægð með sjálfa sig.
...önnur feitubollu sem vill verða árshátíðardrottning.
...yfirnörd sem vill verða árshátíðarkóngur.
...vinsæla fíflið sem vill verða fatahönnuður.
...annað hirðfífl sem vill verða alvöru grínisti.
...bókaormur sem vill verða breikdansari eða "b-girl".
...annar bókaormur sem vill verða fegurðardrottning.
...ofur star wars nörd sem einnig vill verða fegurðardrottning.
...emo stelpa sem vill verða klappstýra.

Jájá, ameríski draumurinn.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Halló, lummó og kjánó.

Gott að vita að ég þurfi aldrei aftur að horfa á x-factor. Ágætt að vita eitthvað fyrir víst svona annað slagið.

"Talaðu íslensku, fíflið þitt" sagði háöldruð amma mín um ónefndan x-factor dómara.

Fleiri orð eru ekki þörf.