Ég sit hérna heima og hef ekkert að gera. Er í rauninni að bíða eftir því að fara í skólann. Ég nenni ekki að horfa á sjónvarpið og nenni varla að vera í tölvunni heldur. Ég gæti svo sem fundið mér eitthvað gáfulegt að gera, t.d. að lesa, læra, æfa frönskuna eða æfa nýju aríurnar mínar en ég nenni því ekki heldur. Enda er ég með hálsbólgu og mér er pínu illt í bakinu líka. Eitthvað sem virðist oft hanga saman. En í staðinn fyrir að leggjast í alls herjar þunglyndi þá ákvað ég að fara í gegnum geisladiskastandinn á heimilinu. Það er ekki svo langt síðan ég tók plötusafnið í gegn þannig að geisladiskarnir voru næstir. Þar fann ég sanfdisk með jazz standördum. Sá diskur er í tækinu núna og er það hin ágætasta skemmtun. Ég komst meira segja í pínu stuð í "In the mood". Núna er það "Georgia on my mind" ekki alveg jafn mikið stuðlag en samt.
Mmmm.... ég mæli sko með þessum gömlu.
NO GAL MADE HAS GOT A SHADE
ON SWEET GEORGIA BROWN,
TWO LEFT FEET, OH, SO NEAT,
HAS SWEET GEORGIA BROWN!
Farin að horfa út um gluggann.
Mmmm.... ég mæli sko með þessum gömlu.
NO GAL MADE HAS GOT A SHADE
ON SWEET GEORGIA BROWN,
TWO LEFT FEET, OH, SO NEAT,
HAS SWEET GEORGIA BROWN!
Farin að horfa út um gluggann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home