mánudagur, mars 26, 2007

Ég hef komist að fleiru.

Núna er ég að skrifa upp viðtal sem við Nanna, sérlegur uppeldisfræði hópfélagi minn, tókum í morgun. Við þessi skrif hef ég komist að því hvað við erum hrikalega illa máli farin þegar við tölum. Kannski ættum við einungis að tjá okkur í skriflegu formi?

Þú veist, náttla, það væri kannski... kannski myndi það bara ekkert virka en hérna, það hérna, þú veist, sakaði náttla ekkert að reyna bara. ég veit ekki, veit ekki hvort hérna, það væri, kannski væri það bara ógeðslega asnalegt eða... ég veit ekki.

Ég er ekki að reyna að skrifa gelgjulega. Við tölum svona í alvörunni.


Tvö myndbönd til þess að hressa okkur við.



sunnudagur, mars 18, 2007

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að taktskyn mitt er of þróað fyrir venjulegan fjórskiptan eða þrískiptan takt. Hér eftir dansa ég einungis off-beat.

laugardagur, mars 10, 2007

Njótið








Ég borðaði myglað brauð áðan. Muna, ekki teysta litlum bræðrum fyrir matseldinni oftar.