Janis Joplin, kjöris og náttföt
Eins og glöggir hafa kannski tekið eftir þá er þetta ekki ég þarna á myndinni. Þetta er Janis Joplin bara til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Ég var að leika mér hérna í gær með liti og reyna að setja inn mynd. Sem tókst, gleðigleði. Er samt búin að vera að reyna núna að setja inn mynd af mér en tölvan er með einhvern móral og segir að hún sé of stór alveg sama hvað ég minnka hana. Það verður bara að hafa það. Þið sitjið uppi með Janis Joplin þangað til á morgun. Ekki að það sé slæmt, hún var hörkukvendi eins og allir vita auðvitað.
Það er gaman að fara út og kaupa sér ís í náttfötunum sínum. Það gerði ég í gærkvöldu ásamt Þóru, hún mætti í náttbuxum. Það að borða bragðaref frá videobarnum í náttfötunum sínum er himneskt. Mmmm, kjörís. Það er líka sérstaklega gaman að fara með Þóru í ísferðir. Hún á nefnilega erfitt með að torga ísnum sínum og þá fæ ég að draga hana að landi. Ég elska ís.
Það er samt ekki jafngaman að vera andvaka. Ég sofnaði ekki fyrr en upp undir morgun eða rúmlega hálf sex. Þar af leiðandi svaf ég líka heldur lengur og missti af fjóru fyrstu tímunum. Það leiðir líka til þess að ég er orðin frekar þreytt núna enda er ég líka búin að sitja yfir náttúrufræði- og þýskuglósum, sem er ekkert alltof skemmtilegt heldur. Kannski ég smeygi mér bara í náttfötin og horfi á lokaþáttinn af CSI.
Þangað til næst...
Það er gaman að fara út og kaupa sér ís í náttfötunum sínum. Það gerði ég í gærkvöldu ásamt Þóru, hún mætti í náttbuxum. Það að borða bragðaref frá videobarnum í náttfötunum sínum er himneskt. Mmmm, kjörís. Það er líka sérstaklega gaman að fara með Þóru í ísferðir. Hún á nefnilega erfitt með að torga ísnum sínum og þá fæ ég að draga hana að landi. Ég elska ís.
Það er samt ekki jafngaman að vera andvaka. Ég sofnaði ekki fyrr en upp undir morgun eða rúmlega hálf sex. Þar af leiðandi svaf ég líka heldur lengur og missti af fjóru fyrstu tímunum. Það leiðir líka til þess að ég er orðin frekar þreytt núna enda er ég líka búin að sitja yfir náttúrufræði- og þýskuglósum, sem er ekkert alltof skemmtilegt heldur. Kannski ég smeygi mér bara í náttfötin og horfi á lokaþáttinn af CSI.
Þangað til næst...
2 Comments:
En þú ert búin að játa að þú sért stór og hafir alltaf verið það...hvað ertu þá að kvarta þótt myndin sér of stór :P hahaha
Góður punktur.
Skrifa ummæli
<< Home