miðvikudagur, janúar 11, 2006

Afmæli, kuldi og ljóstillífun

Amma mín á afmæli í dag og er hún orðin 84 ára gömul. Þess vegna var fjölskyldunni boðið í kvöldmat. Það er gaman að fara í mat til ömmu því að það er alltaf ís í eftirrétt og ég má borða eins mikið af honum og ég vil. Auðvitað varð ég að standa undir nafni sem ísisti fjölskyldunnar. Brátt þarf Þorsteinn frændi að fara að vara sig. Pabbi verður svo 50 í þarnæstu viku eða 24. janúar. Nóg er sem sagt af veislumat og öðru góðgæti þó að jólin séu búin.

Það er búið að vera ískalt hérna heima undanfarna daga eða síðan að það kólnaði í veðri. Þá er ekki bara mér kalt sem væri svo sem ekki frásögur færandi heldur allri fjölskyldunni. Ég kom með þá kenningu að við værum bara orðin svona kaldrifjuð. Mamma var ekki sammála, hún segir að gluggarnir í húsinu séu orðnir lélegir. Það er kannski rökréttara en mér fannst þó mín kenning flottari.

Ef ég skyldi nú taka upp á því að falla í náttúrufræði þá ætla ég ekki að taka það eins nærri mér og ég hefði gert. Ég veit allavega hvað ljóstillífun er. Annað heldur en hún móðir mín.

Ég horfði á kastljósið í gær. Er það málið að hætta að borða kjöt og fisk og fara að lifa á baunum og fræjum?

Þangað til næst...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú lest aðeins áfram í líffræðinni kemstu að því að það er ekkert sérlega sniðugt að hætta að borða kjöt því þá þarfti að passa svo mikið upp á að vera ekki fyrir vítamínsskorti því t.d. B vítamínsskortur gæti orðið til lystarleysis sem hægir vöxt og veldur blóðleysi, einnig koma fram húskemmdir og bilanir í taugakerfi !! Og taktu þetta til marks, því sjá....man ekki meira!

7:41 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Já, ég var að lesa það líka. Enda hafði mér nú ekki dottið þetta í hug. Hélt ég yrði hungurmorða þegar ég gisti einu sinni á svona kornheimili.

8:30 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Eða bara sá danski...

8:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home