fimmtudagur, janúar 12, 2006

Leiðarljós í dag

Cross Creak

Reva: (reið) Hvernig dirfistu að vera með öðrum kvenmönnum en mér?
Josh: (hneykslaður) Þú ert dauð?!
Reva móðgast og hverfur.
Josh: (æstur) Djöfull er þetta ljótur lampi. Best að henda þessu ógeði, losa sig við það fyrir fullt og allt.
Reva birtist aftur.
Reva: (örvæntingarfull) Ekki henda lampanum, þú veist ég elska þennan lampa.
Josh: Hvað hefuru á móti þessum konum?
Reva: Þær eru þér ekki samboðnar, þú ert of góður fyrir þær.
Josh: Þú ert bara afbrýðisöm.
Reva móðgast og hverfur aftur


Á snekkju Spauldinganna

Lucy: (hágrátandi og með miklum óhemjuskap) Brent nauðgaði mér, ég verð aldrei örugg aftur. Ég á aldrei eftir að jafna mig. Ekki horfa á mig Alan Michael.
Alan Michael: (samúðarfullur) Það skiptir mig engu máli hvað kom fyrir þig Lucy. Ég skal gæta þín.


Fyrir utan gistihúsið

Matt: Þú vilt ekki tala um framtíð okkar saman. Við hvað ertu hrædd?
Vanessa: (hálfgrátandi) Ég er hrædd við það að þú farir frá mér þegar ég verð orðin gömul og þú verður ennþá ungur.
Matt: Ég er líka hræddur við að missa þig.
Þau faðmast og kyssast innilegum kossi.



This has been Guiding Light.
Be sure to be with us tomorrow for another, full hour, of Guiding Light.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sorglegt!

8:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Guiding Light ... ég sá einu sinni jólaþátt af Guiding Light, og ég verð að segja að það var með skemmtilegra sjónvarpsefni sem ég hef nokkurntímann séð. Klisjurnar voru svo yfirgengilega miklar og hræðilegar að það var komið yfir það að vera asnalegt, yfir það að vera hræðilegt, yfir það að vera viðbjóðslegt, og orðið DREPFYNDIÐ. Þar af leiðandi hafði ég mjög gaman af þessum þætti.

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Guiding Light ... ég sá einu sinni jólaþátt af Guiding Light, og ég verð að segja að það var með skemmtilegra sjónvarpsefni sem ég hef nokkurntímann séð. Klisjurnar voru svo yfirgengilega miklar og hræðilegar að það var komið yfir það að vera asnalegt, yfir það að vera hræðilegt, yfir það að vera viðbjóðslegt, og orðið DREPFYNDIÐ. Þar af leiðandi hafði ég mjög gaman af þessum þætti.

12:09 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Jólaþættir eru alltaf skemmtilegir. Þeir enda vel og allir eru ánægðir. Ég man meira að segja eftir einum þættinum þar sem jólasveininn (ég dró allavega þá alyktun að þetta væri hann þar sem hann var með hvítt skegg og mjög góður, einnig lék hann jólasveinin í Miracle on 5th street) reddaði öllu. Síðasti jólaþáttur var þó ekki svona þar sem að þátturinn endaði spennandi, (líkt og einhver gengur inn í hebergi, manneskjan sem er þar fyrir verður mjög hissa og myndinn frís og við fáum auðvitað ekki að vita hver gekk inn. Mig minnir meira að segja að þátturinn hafi endað þannig) og það voru ekki allir hamingjusamir. Það bregst samt ekki að í endann syngja allir leikararnir ásamt fjölskyldum jólalag. Mig minnir endilega að það hafi verið Jingle Bells núna.

Þið afsakið alla útúrdúra (haha, fyndið orð)

2:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er málið með nöfnin á kommentunum??? ég veit ekki hverjir þetta eru :( uhhu

9:10 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:41 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Ah allt í fokki... en já eins og ég sagði áðan og deletaði víst þá er bara netheimurinn svona Elín mín. En til þess að gefa þér smá vísbendingu þá ætti þetta að skýrast ef þú skoðar tenglana hérna til hliðar.

10:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jújú, ég sá einmitt þáttinn þar sem Sveinki mætti í gervi leigubílstjóra. Það var snargeggjaður þáttur, það er ein mín helsta eftirsjá í lífinu að hafa ekki tekið hann upp ... :(
Elín, ég heiti Þóra utan tölvuheimsins :) og Baldur er bróðir bloggeigandans ... vonandi skýrir það undarlegar nafnagiftir.

12:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff thankes a lot nú líður mér mun betur :D hehe

3:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home