laugardagur, desember 23, 2006

Líður að helgum tíðum

Jólin koma á morgun og ég er með jólafiðring í hjartanu.

Ég tók til í herberginu mínu áðan á meðan ég hlustaði á jólakveðjurnar. Mamma og Eva hengdu svo upp smá jólaskraut þar. Í staðinn fyrir jólanissa hengdum við samt upp bítla. Þar af leiðandi er herbergið mitt bæði bítlalegt og jólalegt í senn.

Jólin geta komið, ég er tilbúin. Munið samt, börnin góð, að jólin eru ekki áþreifanlegir hlutir.

Ég sendi engin jólakort í ár þannig að þetta er jólakveðjan mín.



Gleðileg jól, kæri lesandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home