þriðjudagur, júní 20, 2006

Danmörk, kirkja og fóbolti

Danmark var dejlig.

Ég kann því miður voða fáar skemmtilegar sögur úr þessari ferð. Það var samt gaman til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Fyrst ber að nefna veðrið. Það var gott. 28°- 30° hiti. Ég sólbrann, fékk freknur og brúnkufar á ristina eftir skóna mína og tala nú ekki um tjöruna sem ég fékk á þá líka. Hvað gerðum við svo? Við fórum í afmæli sem gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig. Svo gengum við um strikið og fleiri götur þar í kring. T.d. Nørregade, ég fann samt hvergi bakarann. Við skruppum í Tívolíið þar sem ég fór í eitt stykki bílferð. Einnig fórum við í andyri óperunnar, Kristjaníu og Nettó. Ég man ekki í augnablikinu neitt meira sem er frásagnarvert.

Ég, mamma og Baldur flugum með Iceland Express sem er svo sannarlega lággjaldarflugfélag svo ég segi nú ekki meira. Flugferðin út var sú versta sem ég hef upplifað og ég ætla alfarið að kenna flugfélaginu um það að mér hafi verið óglatt í þrjár klukkustundir hvað sem hver segir. Það var ekki einu sinni sjónvarp sem ég gat gleymt mér yfir.

En já. Þessi verð gekk bara vel fyrir sig og allir voru stilltir og prúðir og nokkurn veginn góðir vinir alla tíma.

Núna er ég bara í kirkjunni. Ég er nú þegar búin að lesa tvær bækur og einn fjórða úr annarri. Svo er ég nýbúin að fara á bókasafnið þar sem ég byrgði mig upp af bókum. Þar má finna Hringadróttinssögu og ég er þegar byrjuð á Föruneyti hringsins og miðar vel áfram. Ég býst við því að ég verði búin með þríleikinn í lok næstu viku eða svo.

Þetta er ekki mjög stressandi vinna og ekki alltaf mikið að gera hjá mér þannig að ég hvet alla sem eiga leið þarna um til þess að kíkja við. Þó ekki nema bara til þess að heilsa upp á mig og ef óskað er eftir sérsýningartúr um kirkjuna þá er alveg ótrúlegt hvað ég er til í.

HM heldur mér svo uppteknri eftir vinnu eða á eftir að gera það frekar þegar nær dregur úrsiltum. Já, þá man ég að ég horfði einnig á einhverja 2 fóboltaleiki eða svo úti í Danmörku. Svona er nú skemmtilegt að eiga fótboltasjúka frændur. Þótt einn þeirra haldi reyndar með Chelsea.

Ég held ég hafi þetta ekki mikið lengra í dag. Vona að eitthvað af þessu skiljanlegt. Beverly Hills er sko að byrja.


P.S. Ég steingleymdi strengjunum sem ég fékk í ristinni eftir einn göngudaginn. Verkurinn er þrálátur og ekki enn horfinn þrátt fyrir að rúmlega vika sé síðan labbidagurinn mikli var.

Meira P.S. Ég gleymdi líka að segja hversu ótrúlega gott er að koma heim eftir ferðalög. Ég er alltaf jafn glöð að sjá grjótið hérna. Það var reyndar skítkalt en það er allt í lagi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home