þriðjudagur, júní 06, 2006

Copenhagen calling... oder was?

Það standa yfir þrotlausar æfingar fyir Danmerkur ferðina ógurlegu. Afmælisgjöfin er nefnilega ekki af lakari endanum og krefst töluverðar æfingar af minni hálfu.

Annars sýnist mér allt stefna í það að þetta verði ferðin þar sem við fjölskyldan gerum ekki neitt og hittum ekki neinn. Þess í stað munum við hanga inni á hóteli og reyna eftir fremsta megni að gera sjálfum okkur til geðs. Einnig þurfum við að passa okkur rækilega á því að hitta nú alveg örugglega ekki, eins og áður kom fram, annað fólk. Það skapar bara óþarfa vesen. það mun verða erfitt í milljón manna borg en okkur Bergurunum er nú ekki fisjað saman. Þetta eru kannski svolitlar ýkjur. Það er bara pabbi sem æltar að haga ferð sinni svona. Nei, þetta er ekki fallega sagt heldur. Við ætlum nú í afmælið og þar er fólk. Svo munum við örugglega þramma upp og niður Strikið og eflaust skreppum við í Tívolíið. Þannig að ég held við komumst ekki hjá því að hitta aðra. Ég held að einungis ættmenni séu á bannlista. Nei æi, ekki var nú þetta skárra. En hvernig verður þetta þá? Förum við þá kannski ekkert í afmælið eftir allt saman, því þar verður jú allt morandi í fólki bæði skildu og óskildu? En hvað verður þá um afmælisgjöfina? Á ég að hætta að æfa mig? Ég sem er búin að klippa neglurnar og allt. Svo ég tali nú ekki um siggsöfnunina sem er komin vel á veg. Var þetta allt til einskis?

Bíddu, af hverju erum við aftur að fara til Danmerkur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home