mánudagur, janúar 16, 2006

Pink Floyd og graftabólur

Þessi færsla er tileinkuð Pink Floyd. Ég komst nefnilega að því mér til mikillar gleði í gær að það eru til tvær plötur með Pink Floyd í plötusafninu hans pabba. Þannig að í gær var ég að hlusta á plötuna Wish you were here. Hún er góð, virkilega góð. Það er synd að þetta sé búið að vera til hérna inni í stofu í allan þennan tíma án þess að ég vissi af. Hin platan sem er til er The Wall og ég get ekki beðið eftir að hlusta á hana.

Ég fékk samt smá samviksubit þegar ég fékk söguprófið mitt í hendur og "ó shit"-hrollurinn fór um mig. Ég var samt fljót að hrista öll svoleiðis ónot af mér og fór að hugsa um hvað það væri gaman að komast heim og setja plötu á fóninn. Núna ómar Have a cigar í stofunni. Þvílík gleði.

Svona uppgötvanir gera mig samt dálítið dapra líka. Hvernig getur ein manneskja verið uppi á svona vitlausum tíma. Ég er svo á eftir minni samtíð að það er löngu hætt að vera fyndið.

En allavega... hér er smá saga handa ykkur til þess að lesa. Ég skrifaði hana ásamt Baldri bró eftir að ég var búin að kreista þessa þvílíkt stóru bólu sem hafði hreiðrað um sig á nefinu á honum. Ég þurfti þó ekki að nota títuprjón né önnur verkfæri í þetta skiptið. Það skal tekið fram að sagan er byggð á sönnum atburðum.

Einu sinni átti ég kött. Nei djók ég hef aldrei átt kött. Mamma vill það ekki hún segir bara KÖTT og sér rautt ef minnst er á kött... nei annars ég var að ljúga ég hef átt kött meira að segja tvo, önnur hét Branda og hin hét Hosa. Ég man eftir því þegar pabbi var að taka upp heimamyndböndin, þá tókum við kettina inn og gáfum þeim hangikets álegg eða sem sagt magga gaf þeim hangikets álegg. Einu sinni byrjaði branda að gjóta ofan á Baldri bróður sem lá nýfæddur, eða svo gott sem, sofandi úti í vagni. Mamma kom að þessu og brá heldur betur í brún. Branda hafði þá ákveðið að stofna svokalla kettlingaverksmiðju í vagninum með baldur sem yfirmann í starfsmanna aðhaldi. Því miður eyðilagði mamma alla hennar drauma um þessa verksmiðju. Hún eignaðist nú samt þessa kettlinga og Heiða frænka varð yfir ljósmóðir, ég mátti stundum hjálpa til. Hún skýrði einn kettlinginn Mola, því miður man ég ekki hvað hinir hétu. Annars sést það í heimamyndböndunum þegar hún kemur með mús út úr fjárhúsunum og étur hana. Talandi um að vera á réttum stað á réttum tíma og með réttu tækin, sem sagt pabbi. Hosa gerði aldrei neitt merkilegt. Hún gat ekki átt kettlinga en reyndi þó alltaf að stela þeim af Bröndu. Hún var ekki einu sinni öflug í músaveiðunum.


Ps. Núna er ég að hlusta á Wish you were here, sem er ótrúlega flott lag, en þá kemst ég ekki hjá því að hugsa... ætli við séum gullfiskar?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hummmm...kettir...við áttum kött sem vaktaði alltaf vagnin hjá bróður mínum á meðan hann svaf. Svo var annar köttur sem gaut í barnavagninum(en hann var ekki í notkun) humm...það er greinileg tenging þarna á milli, kettir - barnavagnar...

10:47 e.h.  
Blogger Nannnnnna said...

Hehe...kisinn minn vildi alltaf sofa í dúkkuvagni sem mamma átti, í honum varð líka að vera ákeðin inniskór og hún sleikti alltaf á honum eyrað (og gerði líka svona með loppunum eins og ketlingar gera).
Ýkt sætt;)
Hún átti líka ketling (sem síðar fékk nafnið Brandspik) í dúkkuhúsinu mínu..híhí

11:21 f.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Jájá, kettir... merkileg kvikyndi.

2:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home