mánudagur, apríl 24, 2006

Læra, læra, læra. Oj bæra.

Ég held ég hafi ekki setið svona lengið við lærdóm frá því einhvern tímann í síðustu próftíð. Sjitt hvað ég er lúin en samt er ég ekki búin að gera neitt það merkilegt. Nú man ég af hverju ég læri aldrei heima. Annað hvort er það svo drepleiðinlegt eða þá að það er svo áhugavert að það tekur heila eilífð því ég þarf alltaf að betrum bæta. Það er erfitt að vera með fullkomnunaráráttu. Það að fínpússa ritgerðir og skýrslur er líka eitt það leiðinlegasta sem ég veit um. Alltof mikið föndur. Í næsta hópverkefni má einhver annar gera það takk fyrir.

Annars tók ég til í herberginu mínu um helgina. Nú er ekkert meira ryk og engin föt á gólfinu. Ég er svo innilega stolt af mér fyrir að hafa tekist þetta.

Núna ætla ég að fá mér eitthvað í gogginn og svo beint í bælið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home