miðvikudagur, mars 01, 2006

Ég á mér draum

Í nótt dreymdi mig að John Lennon hefði gert eitthvað af sér sem enginn mátti frétta, það fylgdi ekki draumnum hvað það var, og þess vegna ákvað hann að flýja. Hann hljóp af stað en Paul McCartney og apinn hans elta hann og á meðan þeir hlaupa á eftir John syngja þeir bítlalagið Everybody got something to hide except for me and my monkey. Svo þegar þeir ná John segir Paul við hann að þetta sé allt í lagi. Hann þurfi ekki að flýja vegna þess að allir hafi eitthvað að fela hvort sem er. Meira að segja hann sjálfur og apinn.

Ef einhver vill túlka þennan draum er það velkomið en núna er ég búin að vera með þetta blessaða lag á heilanum í allan dag.

Abba hjólkoppur

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Treysti mér nú ekki í draumatúlkun, en ef við notum það sem við lærðum í sálfræði í haust. Draumakenning Freuds... ;)

Og eitt sem kemur þessu ekkert við...ég sé þig! :)

4:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helga njósnari.

4:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Draumar! :D Mín sérgein ...
Í mínum huga er þýðing þessa draums svo skýr að það mætti halda að þú hefðir búið hann til - eitthvað hefur minnt þig á þetta lag, eða kannski hefurðu heyrt brot úr því, um daginn, líklega seinnipartinn eða kvöldið, fyrst tilvísunin í lagið var svona skýr. Svo var hugsunin um þetta lag bara í hausnum á þér, og þá dreymdi þig bókstaflega innihald lagsins - Paul McCartney syngur í laginu að allir hafi eitthvað að fela nema hann og apinn sinn, og þá hlýtur John Lennon að hafa eitthvað að fela, fyrst hann er hvorki Paul né apinn.
Eins og ég segi, einfalt mál ... bara skólabókardæmi um textatúlkun í draumi! :)
-Þóra draumspekingur.
ps: Hjólkoppur = gott viðurnefni ;)

4:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En þýðir það eitthvað að í alvörunni syngur John lagið ekki Paul og hvað með það þegar að Paul segir að textinn í laginu sé ekki réttur, þ.e. að allir hafi eitthvað að fela.

Þessi draumur er búinn að valda mér miklum heilabrotum en mikið var nú samt gaman að dreyma hann.

Eitt enn, áttu ekki að vera í Reykjavík á Gettu betur?

7:26 e.h.  
Blogger Katana said...

Þú þarfnast hjálpar

Það er mín túlkun ;)

10:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home