Týndur frændi og kattafár
Ég er óskipulögð manneskja og "seinna" er uppáhaldsorðið mitt en jafnframt minn helsti óvinur. Ég er svo kærulaus að það hálfa væri meira en nóg. Ég vildi bara deila þessu með ykkur. Það er nefnilega útbreiddur misskilningur að ég sé andstæðan við þetta.
En að léttara hjali. Það eru orðin nokkur ár síðan ég var spurð eftir foreldrum mínum þegar ég fer til dyra eða ansa í símann. Síðustu tvö kvöld hef ég samt lent í þessu. Þannig er nefnilega mál með vexti að strákurinn sem rukkar fyrir vikudag spyr mig alltaf með sama fýlusvipnum hvort mamma mína eða pabbi séu heima. Sem þau eru ekki búin að vera síðustu kvöld, og alltaf kemur strákurinn aftur grunlaus um það að ég gæti kannski borgað honum ef hann bara spyrði. Ég hef einu sinni séð hann brosa. Það var í gærkvöldi þegar hann mætti og um leið og ég opnaði hljóp nágrannakötturinn inn. Ég náttúrulega skúbbaði kettinum út og stráknum, sem er um 11 ára, leiddist þetta ekki en samt varð þessi sameiginlega lífsreynsla okkar ekki til þess að brjóta ísinn. Svo í kvöld fór Baldur bróðir til dyra og hann spurði enn og aftur eftir ástkærum. Núna er ég búin að taka til 1000 kr handa honum svo ég geti borgað honum á morgun hvort sem honum líkar betur eða verr. Það er ekki hægt að láta greyið strákinn koma hingað kvöld eftir kvöld.
Svo er fyrsta fermingarboðskortið komið í hús og líklega það eina þetta árið. Það er einhver frændi minn. Ég hef aldrei séð hann og vissi ekki einu sinni að hann væri til fyrr en rétt áðan. Ég og pabbi hans erum víst systkinabörn. Það uppgötvaðist nefnilega fyrir ári síðan að til væri einn bróðirinn enn hérna fyrir norðan,sem sagt pabbi, og ég held að eitthvað sé verið að vinna að því að koma á sambandi við þessa nýfundnu ættingja, sem sagt okkur. Það er allt saman gott og blessað svo sem. Á boðskortinu er mynd af honum frá því hann var lítill. Hann var ljóshærður og með krullur, frekar krúttlegur bara. Ég veit samt ekki hvort við heiðrum þau með nærveru okkar.
En ég er farin að sofa.
Góða nótt.
En að léttara hjali. Það eru orðin nokkur ár síðan ég var spurð eftir foreldrum mínum þegar ég fer til dyra eða ansa í símann. Síðustu tvö kvöld hef ég samt lent í þessu. Þannig er nefnilega mál með vexti að strákurinn sem rukkar fyrir vikudag spyr mig alltaf með sama fýlusvipnum hvort mamma mína eða pabbi séu heima. Sem þau eru ekki búin að vera síðustu kvöld, og alltaf kemur strákurinn aftur grunlaus um það að ég gæti kannski borgað honum ef hann bara spyrði. Ég hef einu sinni séð hann brosa. Það var í gærkvöldi þegar hann mætti og um leið og ég opnaði hljóp nágrannakötturinn inn. Ég náttúrulega skúbbaði kettinum út og stráknum, sem er um 11 ára, leiddist þetta ekki en samt varð þessi sameiginlega lífsreynsla okkar ekki til þess að brjóta ísinn. Svo í kvöld fór Baldur bróðir til dyra og hann spurði enn og aftur eftir ástkærum. Núna er ég búin að taka til 1000 kr handa honum svo ég geti borgað honum á morgun hvort sem honum líkar betur eða verr. Það er ekki hægt að láta greyið strákinn koma hingað kvöld eftir kvöld.
Svo er fyrsta fermingarboðskortið komið í hús og líklega það eina þetta árið. Það er einhver frændi minn. Ég hef aldrei séð hann og vissi ekki einu sinni að hann væri til fyrr en rétt áðan. Ég og pabbi hans erum víst systkinabörn. Það uppgötvaðist nefnilega fyrir ári síðan að til væri einn bróðirinn enn hérna fyrir norðan,sem sagt pabbi, og ég held að eitthvað sé verið að vinna að því að koma á sambandi við þessa nýfundnu ættingja, sem sagt okkur. Það er allt saman gott og blessað svo sem. Á boðskortinu er mynd af honum frá því hann var lítill. Hann var ljóshærður og með krullur, frekar krúttlegur bara. Ég veit samt ekki hvort við heiðrum þau með nærveru okkar.
En ég er farin að sofa.
Góða nótt.
4 Comments:
Þín fjölskylda er greinilega ekki eins náin og mín!
Snilld þetta með strákinn frá blaðinu. Veistu ég held að ég gæti líka alveg óvart allt í einu eignast svona frænda miðað við hvernig föðurfjölskylda mín er, he he. Fyndið samt, veit ekki hvort ég myndi mæta í veisluna, væri samt örugglega fróðlegt og skemmtilegt ;)
furðulegt að finna allt í einu ættingja =/
Já úff, ótrúlega fyndið að eignast allt í einu ættingja. Síðasta sumar frétti ég af frænda mínum...við erum systkinabörn. Hann er jafn gamall mér og meira að segja frekar myndarlegur. Gott að við höfðum ekki hist, hefðum kannski getað byrjað saman án þess að vita nokkuð um skyldleikann!! He he.
Oh, kettir! Það voru tveir mjálmandi fyrir utan gluggann minn í gær, biðjandi augnsvipur á þeim...en ég vil sko ekki sjá einhverja ketti heima hjá mér! Finnst kettir ágætir, en bara vil ekki hafa þá heima hjá mér. ;)
Skrifa ummæli
<< Home