laugardagur, mars 18, 2006

Fjarstýring lífsins

Væri ekki sniðugt ef maður fengi fjarstýringu af lífinu þegar maður fæddist. Mér myndi þykja það mjög hentugt. Þá gæti ég spólað yfir alla leiðinlegu kaflana og svo aftur til baka ef ég vildi endurupplifa gamla og góða tíma. Og þegar ég er úrvinda ýti ég bara á pásu. Afar hentugt, nema kannski að stopp takkinn gæti verið varasamur en samt ómissandi miðað við gang lífsins.

Því miður á ég ekki svona undratæki og þar af leiðandi sit ég föst í sama hjólfarinu. Það skiptir engu hvað ég geri. Ég spóla bara og spóla en kemst hvorki aftur á bak né áfram.

Ég veit að lífið er ekki dans á rósum og meira að segja frekar ósanngjarnt svona oftast nær en fyrr má nú vera.

Ég á afmæli eftir rúma fjóra mánuði. Einhver góðhjartaður má gefa mér svona fjarstýringu í afmælisgjöf, já eða bara tímavél.

Með fyrirfram þökk
Ég (hver annar)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú varst að reykja eitthvað, er það ekki?

1:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Abba, þetta er snilld. Vá hvað ég vildi að þetta væri til og ég get sko verið alveg sammála því að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Pælið samt í orðatiltækinu... ég meina að dansa á rósum... kommon aðeins sko. En samt segir maður þetta oft og veit hvað þetta þýðir, eða allavega í hvaða samhengi þetta er notað :/

12:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara á milli mín og mottunnar Kata.

6:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég gæti gefið þér svona í afmælisgjöf myndi ég gera það...en þar sem það er ekki mjög mögulegt þá skal ég gefa þér svona kafla sem þig langar að upplifa aftur (td snilldar ferð á subway eða eitthvað, og svo að þú fáir að upplifa það aftur getum við gert það aftur og aftur. ;)

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úfff...þetta er eins og talað út úr mínu hjarta Abba!

1:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, við athugum bara hvort Dorit bróðir Gunnu geti ekki vippað upp einni svona fjarstýringu handa þér þegar hann er búinn með tímavélina sem hann lofaði okkur ... og auðvitað líka teleportunarhringinn sem hann þarf að smíða. Hringi þegar hann er búinn með hana ...
-Talhonjik.

7:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home