fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þverhausar

Ég er svo ótrúlega líka pabba mínum að einu leiti, erum reyndar miklu líkari, en það er sama þrjóskan í okkur báðum og við afar eigum erfitt með það að rekið sé á eftir okkur.

Dæmi 1

Það er kvöldmatur. Svokallaður spónamatur og smurt brauð. Ég er að smyrja mitt brauð og geri það vel. Pabbi spyr hvort ég ætli að vera allan dag að þessu. Ég svara játandi og ef ekki í alla nótt og vanda mig enn meira við að smyrja brauðið.

Dæmi 2

Fjölskyldan er að fara til Reykjavíkur. Allt dót er komið í bílinn og allir komnir í skó og úlpur. Nema pabbi, mamma spyr hvort hann geti ekki haskað sér aðeins. Er einhver æsingur spyr pabbi og er ennþá lengur að hafa sig til heldur en ella.

Niðurstaða:
Ekki reka á eftir okkur. Ég er samt meðfærilegri heldur en pabbi. Þannig að ekki undir nokkrum kringumstæðum má reka á eftir honum en í einstaka tilfellum má reka á eftir mér.

Mér er skapi næst að blogga ekki neitt.



P.S. Ég er samt ekki í vondu skapi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...já, margt er líkt með skildum :P

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he já. Mig hlakkaði bara svo til að fá nýtt blogg frá aðalsbloggaranum!

11:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home