fimmtudagur, maí 18, 2006

H9 - 11:25 - Menntaskólinn á Akureyri

Leikendur:
Heimspeki kennari Menntaskólans á Akureyri - Sigurður Ólafsson
Óbreyttur nemandi Menntaskólans á Akureyri - Ég

Ég: Heyrðu SÓ, má ég aðeins nota sjónvarpið?
Hann: Ertu að spurja mig?
Ég: Já, þetta er þín stofa og svona. Bara að biðja um leyfi.
Hann: (glottandi) Hvað heiti ég?
Ég: Ha? Guð fyrirgefðu, Sigurður ég veit alveg að þú heitir Sigurður. Ég biðst afsökunar, þetta var ónærgætið af mér, fyrirgefðu.
Hann: (Ennþá meira glottandi) Þetta mun vera Freudíst en gjörðu svo vel þú mátt nota sjónvarpið.

Þetta var frekar neyðarlegt sérstaklega þar sem ég fattaði ekki neitt. Ég skammast mín ennþá. En hann brosti þannig að ég held þetta hafi ekki verið svo alvarlegt. Mér finnst samt að það eigi að leggja niður gælunöfn kennara. Þetta getur verið stórhættulegt. Skil samt ekki alveg tenginguna við Freud.

Farin að horfa á Eurovision.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home