Hvað skal kjósa?
Senn líður að kosningum og ég stend frammi fyrir stórri ákvörðun. Ætti ég að kjósa framsóknarflokkin sem var svona góður að gefa mér harðfisk í gær. Eða kannski af því að allir eru svo ánægðir á öllum bæklingum sem ég fæ frá þeim eða vegna þess að Simmi idolkynnir talar inná auglýsingarnar hjá þeim. Hvað þá með vinstri græna, þeir voru nú svo elskulegir að gefa mér þessar ágætis myntur í gær líka. Svo fékk ég svona líka skemmtilegt póstkort frá þeim. En hvað með Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, L-listann sem er nú einu sinni listi fólksins eða x-o sem ætlar að færa okkur Akureyringum tónlistarhátíð í líkingu við Hróarskeldu. Já, þetta er erfið ákvörðun. Annars er ég nú ekki svona auðkeypt. Ég held ég viti hvað ég vilji.
Annars er ég aftur farin að ganga á fötunum mínum. Mér nægir ekki að ganga í þeim og sennilega á ég eftir að ganga fram af þeim einn daginn.
Ég er strax farin að sakna þess að vera ekki í prófi klukkan eitt. Mér finnst ennþá eins og ég hafi 2 - 3 tíma á morgun til þess að leggja allt það mikilvægasta á minnið. Greyið ég í fyrramálið. Svo gæti heilsan verið betri. Ég er með hálsbólga og klæjar óendanlega í hálsinn.
Svo biðu mín skemmtileg skilaboð á bílnum mínum í dag. Undir rúðuþurkunni var hvítt A4 blað og á það var ritað, með rauðum penna, auglýsing fyrir BMW klúbb og einhver fundur sem allir eigendur voru hvattir til þess að mæta á, á bílunum að sjálfsögðu, í dag. Ég fór reyndar ekki. Bæði vegna prófa og kannski smá vegna skorts á bílaáhuga. Mér finnst ég samt hafa staðið mig vel sem bílaeigandi. Ég gaf honum nafn, hann er hreinn og það er nýbúið að skipta um drifskaftsupphengi, svo skemmtilegt orð, þannig að Lennon getur unað vel við sitt.
Vúps, síðasti þátturinn af Lost var að detta inn. Ég ætla að horfa á hann og fara svo að sofa. Ég er búin að koma sálfræðiglósunum vel fyrir undan koddanum.
Góða nótt.
Annars er ég aftur farin að ganga á fötunum mínum. Mér nægir ekki að ganga í þeim og sennilega á ég eftir að ganga fram af þeim einn daginn.
Ég er strax farin að sakna þess að vera ekki í prófi klukkan eitt. Mér finnst ennþá eins og ég hafi 2 - 3 tíma á morgun til þess að leggja allt það mikilvægasta á minnið. Greyið ég í fyrramálið. Svo gæti heilsan verið betri. Ég er með hálsbólga og klæjar óendanlega í hálsinn.
Svo biðu mín skemmtileg skilaboð á bílnum mínum í dag. Undir rúðuþurkunni var hvítt A4 blað og á það var ritað, með rauðum penna, auglýsing fyrir BMW klúbb og einhver fundur sem allir eigendur voru hvattir til þess að mæta á, á bílunum að sjálfsögðu, í dag. Ég fór reyndar ekki. Bæði vegna prófa og kannski smá vegna skorts á bílaáhuga. Mér finnst ég samt hafa staðið mig vel sem bílaeigandi. Ég gaf honum nafn, hann er hreinn og það er nýbúið að skipta um drifskaftsupphengi, svo skemmtilegt orð, þannig að Lennon getur unað vel við sitt.
Vúps, síðasti þátturinn af Lost var að detta inn. Ég ætla að horfa á hann og fara svo að sofa. Ég er búin að koma sálfræðiglósunum vel fyrir undan koddanum.
Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home