Veðrið, Eurovision og Leiðarljós
Þau flugu hjá í snatri,
já, fuglarnir og sólin.
En nú er þetta breytt,
það bara gerist ekki neitt
og tíminn rótast ekkert
og aldrei kemur SUMRIÐ.
Þetta er það eina sem ég vil segja um veðrið.
Og þar sem ég er nú farin að tjá mig um veðrið á annað borð þá get ég allt eins farið með þetta alla leið og skrifað eitthvað um eurovision.
Þannig að sem sagt, já.
Eurovision er eitthvað sem ég hef alltaf haft mjög gaman að. Því miður fer áhugi minn dvínandi. Sérstaklega með breytta skipulaginu og svo spilar það víst eitthvað inní hvað lögin eru orðin afspyrnu leiðinleg. Flest er þetta svo drep leiðinlegt að það er varla áheyrilegt. Hvað varð eiginlega um öll skemmtilegu popp- og dægurlögin. Eins og árið 2000, það var virkilega góður árgangur. Ég tek þetta mjög nærri mér. Að einhverjir Evrópubúar séu næstum því búnir að eyðileggja þessa skemmtun fyrir mér. En ég var samt sátt við úrslitin. Hélt samt með Danmörku.
Þá skal ég skrifa um eitthvað sem mér þykir oftast mjög skemmtilegt en getur samt sem áður stundum gengið fram af mér og verið svo leiðinlegt að ég slekk á sjónvarpinu og fer að gera eitthvað annað. Hvað getur þetta annað verið en Leiðarljós og þessa stundina er þar margt nýtt að gerast sem ekki hefur sést áður svo ég muni eftir.
Þannig vill nefnilega til að hún Reva Shane-Lewis "dó" fyrir nokkrum árum. Sem sagt datt í á og fannst aldrei. Svo birstist hún fyrir einhverjum mánuðum sem vofa og fer að ásækja Josh Lewis eiginmann sinn og ástkonu hans, Annie. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar hún birtist bara upp úr þurru. Svo var hún eitthvað að dandalast þarna með tilheyrandi draugagangi og Revu stælum, sem flestir sem horfa á Leiðarljós ættu nú að þekkja mjög vel. Svo hverfur hún einn daginn fyrir fullt og allt nema það að þá vaknar hún upp á einhverju sveitabýli þar sem hún er búin að vera í dái í öll þessi ár hjá Amish fólki. Gaman er að fygljast með henni fá minnið og ég fagna mjög komu hennar aftur heim.
Svo er einn klæðskiptingur í gangi núna. Eitthvað sem ég man ekki heldur eftir að hafi gerst áður. Brent Lawrence nauðgari Lucyar er mættur aftur sem Marian nýi starfskrafturinn hjá Spaulding. Þetta var nú ennþá meira sjokkerandi þar sem að hann á nú að vera dauður. Ég horfði á hann deyja og allt. Systir hans syrgði hann og líkkistan var á sínum stað. En ekkert sjálfgefið í Leiðarljósi. Ætli þetta sé ekki eins og í heimspekinni. Við getum ekki verið viss um neitt nema það sem við skynjum og drögum af því ályktanir. En ég ætla nú ekki að fara að tjá mig neitt um það hér. Brent er samt sem áður að koma sér í mjúkinn hjá Lucy og Alan Michael svo hann geti gert út af við þau í eitt skipti fyrir öll.
Eins og sjá má er Leiðarljós mjög spennandi og nýungagjarnt í augnablikinu. Annars er bara eitthvað gamalt í gangi. Holly er reyndar ófrísk og það komin vel yfir fertugt. Fletcher fór í ófrjósemis aðgerð og er því ekki alveg að trúa því að hann eigi barnið. Svo sagði Roger að hann og Holly hefðu sofið saman, sem er reyndar lygi. Bara þetta gamla góða.
Ég verð að viðurkenna það að ég hafði gaman að því að skrifa þetta. Það er víst ekki talið flott að horfa á Leiðarljós en mér er sama. Svo er þeta svo hentugt vegna þess að þegar maður fær nóg af þessari vitleysu sleppir maður því að horfa í viku en þú missir samt ekki af neinu. Breytingarnar eru svo hægar.
Ég man samt eftir því þegar ég var í bæjarvinnuna sumarið fyrir MA. Þá snerust umræðurnar um Glæstar vonir. Sem er sennilega mesta sápa sem ég hef séð. Ætli það spili ekki inn í hvað hún sé illa leikin. Þá voru sumir alveg húkt á það. Fannst svo notalegt að vakna snemma á morgnana og horfa á þetta eða þá að liggja yfir þessu á laugardögum. Svo var þetta líka svona skemmtilegt þótt að allir aðrið sögðu að þetta væri bara bull og vitleysa. Svo þegar ég játa að ég horfi nú á Leiðarljós urðu þær svona hneykslaðar á því að ég skildi horfa á það bull.
Fyrir þá sem ekki nenntu að lesa allt fyrir ofan kemur hér örstutt samantekt:
Veðrið er leiðinlegt
Eurovision hefur átt betri daga
Leiðarljós er ómissandi
Fólk er skondið
Ég þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.
já, fuglarnir og sólin.
En nú er þetta breytt,
það bara gerist ekki neitt
og tíminn rótast ekkert
og aldrei kemur SUMRIÐ.
Þetta er það eina sem ég vil segja um veðrið.
Og þar sem ég er nú farin að tjá mig um veðrið á annað borð þá get ég allt eins farið með þetta alla leið og skrifað eitthvað um eurovision.
Þannig að sem sagt, já.
Eurovision er eitthvað sem ég hef alltaf haft mjög gaman að. Því miður fer áhugi minn dvínandi. Sérstaklega með breytta skipulaginu og svo spilar það víst eitthvað inní hvað lögin eru orðin afspyrnu leiðinleg. Flest er þetta svo drep leiðinlegt að það er varla áheyrilegt. Hvað varð eiginlega um öll skemmtilegu popp- og dægurlögin. Eins og árið 2000, það var virkilega góður árgangur. Ég tek þetta mjög nærri mér. Að einhverjir Evrópubúar séu næstum því búnir að eyðileggja þessa skemmtun fyrir mér. En ég var samt sátt við úrslitin. Hélt samt með Danmörku.
Þá skal ég skrifa um eitthvað sem mér þykir oftast mjög skemmtilegt en getur samt sem áður stundum gengið fram af mér og verið svo leiðinlegt að ég slekk á sjónvarpinu og fer að gera eitthvað annað. Hvað getur þetta annað verið en Leiðarljós og þessa stundina er þar margt nýtt að gerast sem ekki hefur sést áður svo ég muni eftir.
Þannig vill nefnilega til að hún Reva Shane-Lewis "dó" fyrir nokkrum árum. Sem sagt datt í á og fannst aldrei. Svo birstist hún fyrir einhverjum mánuðum sem vofa og fer að ásækja Josh Lewis eiginmann sinn og ástkonu hans, Annie. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar hún birtist bara upp úr þurru. Svo var hún eitthvað að dandalast þarna með tilheyrandi draugagangi og Revu stælum, sem flestir sem horfa á Leiðarljós ættu nú að þekkja mjög vel. Svo hverfur hún einn daginn fyrir fullt og allt nema það að þá vaknar hún upp á einhverju sveitabýli þar sem hún er búin að vera í dái í öll þessi ár hjá Amish fólki. Gaman er að fygljast með henni fá minnið og ég fagna mjög komu hennar aftur heim.
Svo er einn klæðskiptingur í gangi núna. Eitthvað sem ég man ekki heldur eftir að hafi gerst áður. Brent Lawrence nauðgari Lucyar er mættur aftur sem Marian nýi starfskrafturinn hjá Spaulding. Þetta var nú ennþá meira sjokkerandi þar sem að hann á nú að vera dauður. Ég horfði á hann deyja og allt. Systir hans syrgði hann og líkkistan var á sínum stað. En ekkert sjálfgefið í Leiðarljósi. Ætli þetta sé ekki eins og í heimspekinni. Við getum ekki verið viss um neitt nema það sem við skynjum og drögum af því ályktanir. En ég ætla nú ekki að fara að tjá mig neitt um það hér. Brent er samt sem áður að koma sér í mjúkinn hjá Lucy og Alan Michael svo hann geti gert út af við þau í eitt skipti fyrir öll.
Eins og sjá má er Leiðarljós mjög spennandi og nýungagjarnt í augnablikinu. Annars er bara eitthvað gamalt í gangi. Holly er reyndar ófrísk og það komin vel yfir fertugt. Fletcher fór í ófrjósemis aðgerð og er því ekki alveg að trúa því að hann eigi barnið. Svo sagði Roger að hann og Holly hefðu sofið saman, sem er reyndar lygi. Bara þetta gamla góða.
Ég verð að viðurkenna það að ég hafði gaman að því að skrifa þetta. Það er víst ekki talið flott að horfa á Leiðarljós en mér er sama. Svo er þeta svo hentugt vegna þess að þegar maður fær nóg af þessari vitleysu sleppir maður því að horfa í viku en þú missir samt ekki af neinu. Breytingarnar eru svo hægar.
Ég man samt eftir því þegar ég var í bæjarvinnuna sumarið fyrir MA. Þá snerust umræðurnar um Glæstar vonir. Sem er sennilega mesta sápa sem ég hef séð. Ætli það spili ekki inn í hvað hún sé illa leikin. Þá voru sumir alveg húkt á það. Fannst svo notalegt að vakna snemma á morgnana og horfa á þetta eða þá að liggja yfir þessu á laugardögum. Svo var þetta líka svona skemmtilegt þótt að allir aðrið sögðu að þetta væri bara bull og vitleysa. Svo þegar ég játa að ég horfi nú á Leiðarljós urðu þær svona hneykslaðar á því að ég skildi horfa á það bull.
Fyrir þá sem ekki nenntu að lesa allt fyrir ofan kemur hér örstutt samantekt:
Veðrið er leiðinlegt
Eurovision hefur átt betri daga
Leiðarljós er ómissandi
Fólk er skondið
Ég þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home