laugardagur, júní 03, 2006

Svona var það '98

Nafn: Arnbjörg Jónsdóttir
Heimilisfang: Þingvallastræti
Sími: 461-1745
Fædd(ur): 28. júlí '87
Á: Akureyri
Háralitur: skol
Augnlitur: blágrá
Hæð: 160 cm 6 cm á einu ári. Ég skynja munstur
Skóli: Brekkuskóli Aftur komin heim.
Bekkur: 6.ÞS Þorgerður
Uppáhalds námsgrein: saumar Ég fílaði hannyrðir sérstaklega vel á þessum tíma. Núna höndla ég varla nokkurt föndur, get samt prjónað.
Tómstundaiðja mín: Lesa og horfa á video Svo flókið orð að skrifa. Vídjó, video en fannst svo kúl að kunna að stafsetja það rétt, video.
Uppáhalds íþrótt mín: Skautar Tja, skárra en hitt allavega.
Uppáhalds hljómsveit mín: Backstreet boys Tímabil
Uppáhalds lag mitt: Mörg Gott svar
Uppáhalds bíómynd mín: Margar Enn betra svar.
Uppáhaldsbók mín: Bert og Svanur, Eva og Adam Er svo mikið fyirr Svíana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kettlingar Þeir eru krúttlegir, get fallist á það
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur og söngkona Veðurfræðingurinn varð skömmu eftir þetta úr myndinni. Vindstigunum var nefnilega breytt í metra á sekúndu og þar með hætti ég að skilja veðurfréttirnar. Dagar mínir sem verðandi veðurfræðingur voru þar með taldir. Draumurinn lifði í nokkur ár en eftir sat söngkonan ein að lokum. Enn þann dag í dag á ég erfitt með að skilja metrana.


Þannig fór um sjóferð þá.

Debetkortið mitt rann út í Maí.

Ég elska sumarið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home