fimmtudagur, júní 01, 2006

Svona var það '95

Á ferðum mínum um veraldarvefinn og þá aðallega bloggheiminn hef ég orðið vör við ansi marga, og mis merkilega, spurningalista. Verið alveg róleg samt því ég hef ekki ákveðið að svara einum mér til gamans. Ég hef annað betra og þarfara við tíma minn að gera eða vil allavega halda það. Ég fann aftur á móti á ferðum mínum um elskulega herbergið mitt bók sem ber nafnið Skólafélagar mínir og ég held að allir eigi að kannast við bækur af því tagi. Ég virðist samt ekki hafa haft neitt þarfara að gera hérna einu sinni nema svara þessum tiltekna spurningalista. Og það þrisvar á fjórum árum, takk fyrir, og því ætla ég að deila hérna með ykkur. Ég hafði gaman af þessu en get ekki lofað að ykkur þyki þetta skemmtileg lesning. Svo þar að auki er mér nokkuð sama. Ykkur leiðist allavega ekki á meðan. Mér virðist samt eitthvað hafa leiðst þófið þar sem ég svaraði bara vel völdum spurningum í hvert skipit. Kannski var athyglin bara ekki meiri.


Nafn: Arnbjörg
Heimilisfang: Byggðavegi 99 Beint á móti Súper. Þess vegna heitir þessi búð Byggðavegur hjá mér.
Sími: 461-1745
Fædd(ur): á Akureyrarspítala 1987 28. júlí
Háralitur: skolhærð
Augnlitur: grá blár
Hæð: 142 cm
Skóli: B.A Barnaskóli Íslands
Bekkur: 3.S Elsku besta Svana
Uppáhalds námsgrein: Myndmennt Mannlega mistök. Ég vissi ekki betur.
Uppáhalds hljómsveit mín: Sixdís Jess
Uppáhalds lag mitt: Ég hitti Litlu Hönnu Maju í gær Ég verð ær, alveg ær, er hún hlær.
Uppáhalds bíómynd mín: Konungur ljónanna Á hana á ensku sko. Pabbi pókeraði hana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kisur Ji, hvað ég hef verið ung.
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur Gamall draumur.


To be continued...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home