miðvikudagur, janúar 18, 2006

Myndabloggið mikla


"Ó MÆ GAD MAMMA, ÞETTA ER BRAD PITT" æpti ég upp yfir mig í fyrradag pökkuð inn í sæng og teppi þegar ég var að horfa á Friends á E4, 164. Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá hann þarna. Svo horfði ég á fyrsta þáttinn af ANTM á LivingTv, 112. Það var líka skemmtilegt, serían lofar góðu.

En að einhverju sem er ekki alveg jafn skemmtilegt. Það er ennþá skíta kuldi hérna inni og ég er ekki alveg að fíla það. Ég geng um með teppi allan daginn og líður eins og ég sé komin ein 100 ár aftur í tímann og staðsetning mín sé Rússland. Hvað hitastig varðar það er að segja. Svo er líka skítkalt úti. Ég hélt í smástund að ég myndi verða að frostpinna áður en ég kæmist í Tónó. Ég meina í Skautahöllina.

Gamalt brauð sem að rifnar í hengla þegar maður smyr það er heldur ekkert sérstaklega skemmtilegt og ennþá leiðinlegra er að borða það.


Annars eiga Pink Floyd hug minn allan þessa dagana.


Þetta mun vera ég á mínum yngri árum. Umvafin blómum eins og vera ber og já, ég var einu sinni ljóshærð með krullur.

Ég hef ákveðið að vera ekkert að þreyta fólk með leiðinlegum prófabloggum um hvað það sé leiðinlegt að vera til og læra og hvað maður sé svo fallin í þessu og hinu. Þrátt fyrir það þá kallar íslenskubókin á mig og ég hef ákveðið að svara henni. Hún á það inni hjá mér kellan.

Þangað til næst...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sénsinn...

9:19 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Já... þetta var ég þarna fyrir ofan.

9:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er líka alltaf kalt í Tónó. Sérstaklega inná sal.
... hei ... skautahöll - kalt - tónó - hmm ... ég er held ég farin að sjá munstrið ...
Annars er kalt allsstaðar þessa dagana, nema þá kannski helst lengst undir sæng. Þar ætla ég að vera þar til hlýnar eða þar til ég er búin að frumlesa - ég meina, skoða, íslenskubókina mína. Skemmtu þér yfir Pink Floyd og íslensku skáldunum ...
-Talhonjik.

10:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home