fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fagurt er um að líta

Eftir rúman háftíma legg ég land undir fót og yfirgef þennan smábæ. Ég er þó ekki að fara langt. Einungis rétt út fyrir bæinn, tæplega 20 mín að keyra, að bæ sem nefnist Bægisá. Þar mun ég passa börnin mín litlu sem stækkuðu allt í einu á meðan fullorðna fólkið fer í öllru lengri ferð eða alla leið til höfuðborgarinnar. Þar mun ég athuga hvort eitthvað hafi gleymst í barnauppeldinu og læra í íslensku. Ég kem í bæinn í fyrramálið, fer í próf og svo aftur út eftir. Ég ætla samt að vona að ég verði ekki fyrir barðinu á árásagjörnum sængurverum eins og gerðist fyrir nokkrum árum.

Annars bið ég ykkur vel að lifa.

Kær kveðja,
Arnbjörg



P.S. Söngkennarinn minn segir að hormónar geti haft áhrif á kvenraddir og ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér. Það er greinilega ekki nóg að vera með þrjár skiptingar á röddinni heldur þarf maður svo að þola svona bull einu sinni í mánuði. Frábært. Ekki samt láta þetta innskot eyðileggja hátíðleikann sem ríkti hér fyrir ofan.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Passa hvaða krakka á bægisá ? Hjá Helga eða ?

2:44 e.h.  
Blogger Abba blómabarn said...

Nei... þetta heitir víst Ytri-Bægisá II. Það er bara alltaf talað um Bægisá og bóndinn heitir Stefán.

11:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja ok ég veit líka smá hver það er.

12:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home