mánudagur, febrúar 27, 2006

Bollur og herbergi

Það er bolludagur í dag sem þýðir að landinn belgir sig út af rjómabollum. Nema ég, mér þykja rjómabollur vondar. Þá er það komið á hreint og ég þarf aldrei að borða svoleiðis aftur. Ég meina rjómi og brauð, það fyrsta sem mér dettur í hug er rúgbrauð með rjóma á. Ég reyndi samt að borða eina áðan en gat ekki fyrir mitt litla líf klárað hana. Einu sinni fannst mér samt rjómi mjög góður og borðaði hann gjarnan eintóman.

Núna vita allir hvað ég er matvönd. Ég varð bara að koma þessu frá mér.

Klukkan 17:04 horfði ég svo á Leiðarljós eftir tveggja vikna hlé. Það urðu miklir fagnaðarfundir en ég spyr mig samt alltaf að því hvers vegna í ósköpunum ég horfi á þetta.

Svo er eintóm gleði eftir. OC klukkan 8 og Americas Next Top Model klukkan 9.

Annars góður leikur í gær. Ég missti reyndar af honum en horfði á um 45 mínútna samantekt í gærkvöldi. Sem þýðir eintóm skemmtilegheit allan tímann.

Ég og herbergið mitt eigum í stanslausri baráttu. Það heldur því fram að það þarfnist tiltektar. Ég neita og segi því að þakka fyrir að ég nenni að vera hérna yfir höfuð. Ég á ekki stuðning fjölskyldunnar minnar vísan í þessum átökum. Mamma svíkur lit og heldur með herberginu. Það er samt ekki fyrr en pabbi er farin að tala máli herbergisins að ég ákveð að hugsa minn gang aftur.

Ég hallast að tilgangslausum bloggum. Fer það samt ekki í taugarnar á neinum nema mér að það skuli ekki koma stór stafur í nafninu manns í kommentakerfinu?

Abba hjólkoppur

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það fór fyrst í taugarnar á mér, en síðan vandist maður því

ég borðaði ekki neina bollu!

eða bíddu... þær voru víst fjórar í dag... ;)

9:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÉG HATA ÞAÐ!!!!!

11:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá é er sko alveg sammála, þetta með stafinn er óþolandi! Tilgangslaus blogg eru góð, ég mæli með þeim :) Það er nefnilega miklu auðveldara að skrifa þau en þessi gáfulegu því þá þarf maður að hugsa!

12:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú verð nú að segja það þetta með stafinn er dáldið pirrandi. Abba mín, ég stend með þér í baráttunni við herbergið! :D

2:52 e.h.  
Blogger Hildur said...

á botninn hvoflt...meinti ég

8:24 e.h.  
Blogger Hildur said...

þú verður að sýna herberginu hver ræður. Þegar öllu er á botninn hvolt þitt herbergi...nema að þú sért Abba herbergisins?

8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home