sunnudagur, febrúar 19, 2006

Lad det swinge og lad det rock'n'roll

Ég horfði á Kompás áðan á stöð 2 og það fór um mig. Þetta er ógeðslegt.

Annars er ég mjög miður mín vegna meiðsla sem Alan Smith hlaut um helgina. Hann er uppáhalds leikmaðurinn minn og það var skelfilegt að sjá þetta. Svo töpuðum við árans leiknum líka.

Myndin Tootsei var að byrja á skjá 1. Ég man eftir því þegar ég sá þá mynd í fyrsta skipti.
Aðdragandinn var eitthvað á þessa leið:
- Grýtubakki
- Mikil rigning
- Kassabíll (járngrind) úti á túni
- Meiðsli eftir bannsettan kassabíl (járngrind)
- Vont skap
- Inn aftur holdvot
- Ís sem ísbíllinn hafði komið með daginn áður
- Þessi mynd
- Lund mín kættist á ný

Núna ætla ég að horfa á þessa mynd og athuga hvort hún sé ennþá jafnskemmtileg og hún er í minningunni. Eða hvort vonda skapið, rigningin og ísinn hafi gert myndina svona skemmtilega.

Talandi um sárið sem ég hlaut í viðureigninni við kassabílinn (járngrindina) þá var ég lengi vel með ör á fætinum, þá er ég að tala um nokkur ár, en ég grandskoðaði löppina á mér rétt í þessu og fann engin ummerki þess að ég hefði lent í slag við kassabíl (járngrind). Vei, þvílík gleði.

Þangað til næst...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kassabílar eru hættulegir...ég og bræður mínir gerðum þá ófáa, og ég var ALLTAF tilraunadýrið þegar kom að því að sjá hversu hratt hann kæmist :S Það endaði oft illa :S

7:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home