Hugur átta ára stúlku
Í gær fann fyrir tilfinningu sem ég var búin að gleyma. Ég mundi eftir því að þegar ég var átta til níu ára gömul þá helltist stundum yfir mig þessi gríðarlega hræðsla við það að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég myndi lifa og svo deyja. Þegar ég hugsaði um þetta varð ég svo gríðarlega áhyggjufull og hrædd. Ég man að ég reyndi alltaf að gleyma þessum vangaveltum og þessari staðreynd sem var þó sönn og hugsa um eitthvað fallegt. Mér var nefnilega einu sinni sagt þegar ég var myrkfælin og gat ekki sofnað að ég ætti að hugsa um eitthvað fallegt. Ég hef reynt að lifa eftir þessu og reyndi, og reyni enn, að hugsa fallegar hugsanir þegar mér leið illa. Oftast hugsaði ég um himnaríki sem huggaði mig ávallt að lokum. Ég fann einnig fyrir þessari sömu tilfinningu þegar ég hugsaði um það að ég ætti eftir að verða fullorðin. Ég ætti eftir að ganga í gegnum svo margt sem mér fannst ég ekki eiga eftir að ráða við. Ég varð þó ekki jafnhrædd og þegar ég hugsaði um dauðann en tilfinningin var samt lík. Það var svo undarlegt að hugsa til þess að þótt ég væri bara átta ára ætti ég eftir að verða fullorðin eins og mamma og gömul eins og amma. Þetta kann ekki að virðast neitt hræðilegt en þetta var samt neikvæð tilfinning. Við þessar aðstæður hjálpaði himnaríkið mitt mikið. Einnig ímyndaði ég mér stundum stórar og litskrúðugar blómabreiður, þær hugguðu mig líka.
Ég var búin að steingleyma þessum áhyggjum mínum og tilfinningum og get ekki sagt að ég hafi saknað þeirra. Þetta rifjaðist allt upp þegar ég byrjaði á Veröld Soffíu. Ég hef samt ekki þessar sömu áhyggjur í eins miklu magni núna. Nýjar hafa komið í staðinn. Svo er það stóra spurningin. Hvað má læra af þessu? Ætli það sé ekki að einbeita sér að nútíðinni, lifa í núinu. Hljómar ágætlega allavega.
Það er greinilega stórhættulegt að vera í heimspeki. Guð má vita hvað fleira á eftir að koma upp á yfirborðið við lestur þessarar bókar.
Ég var búin að steingleyma þessum áhyggjum mínum og tilfinningum og get ekki sagt að ég hafi saknað þeirra. Þetta rifjaðist allt upp þegar ég byrjaði á Veröld Soffíu. Ég hef samt ekki þessar sömu áhyggjur í eins miklu magni núna. Nýjar hafa komið í staðinn. Svo er það stóra spurningin. Hvað má læra af þessu? Ætli það sé ekki að einbeita sér að nútíðinni, lifa í núinu. Hljómar ágætlega allavega.
Það er greinilega stórhættulegt að vera í heimspeki. Guð má vita hvað fleira á eftir að koma upp á yfirborðið við lestur þessarar bókar.
5 Comments:
Núið er besti staðurinn til að lifa í, án efa. Það er einfaldlega best að lifa einn dag í einu. :)
Þetta er rétt sem Helga segir - lifa einn dag í einu, og ekki hugsa meira um framtíðina en maður þarf, þar til tilhugsunin venst.
Ég skil alveg að þú hafir farið að pæla í þessu eftir Veröld Soffíu ... þetta er nefnilega alveg mögnuð bók, og fær mann til að hugsa um allskonar hluti. Hún er nú samt ekki hættuleg held ég ... bara merkileg.
Ég sagði áður og segji enn: Ég tel að heimspekilegar hugsanir leiði til geðveiki. Fólk má gagnrýna, en þetta er eitthvað sem ég hef á tilfinningunni, allaveganna eftir þessa heimspeki tíma..
Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég að það komi fram að ég upplifi ekki heimspeki eða Veröld Soffíu á neikvæðan hátt. Kannski var það sem ég skrifaði eitthvað ruglingslegt. Ég fór heldur ekki að pæla í þessu aftur eftir að hafa byrjað á bókinni heldur mundi ég bara eftir því þegar ég var að pæla í þessum hlutum. Ég held heldur ekki að bókin eða heimspeki séu hættuleg. Mér finnst gaman í heimspeki.
Þetta er alveg stórgott blogg hjá þér Abba :) Myndi kannski ekkert vera að koma með einhverja heimspeki tengingu við þetta samt, því heimspekingar komast aldrei að neinni niðurstöðu, allavega sjaldnast og það er svo rosalega leiðinlegt fyrir svona forvitnar stelpur eins og okkur! Held að Veröld Soffíu sé góð bók, hef allavega heyrt það, en á eftir að testa hana sjálf einhvern daginn :)
Skrifa ummæli
<< Home