Sagan segir...
Sagan segir að bloggeigandinn hafi mætt í sunnudagaskólann í morgun eins og vera ber og hitt þar fyrir konu sem taldi hana útlærðan kennara. Þegar konan komst að hinu sanna taldi hún upprennandi guðfræðing og frelsara þjóðkirkjunnar á ferðinni. Þetta getur vel verið satt enda rúmlega 2000 ár síðan síðasti frelsari kom fram og löngu komin tími á annan.
Annars hef ég einnig heyrt því fleygt að tónleikar séu haldnir í dag á vegum tónlistarskólans sem stúlkan stundar af miklum krafti. Eitthvað er ég nú ekki alveg viss um tilefni þessara tónleika, þar sem sagan hefur borist um langan veg og eitthvað hefur skolast til, en eitthvað tengist það afmæli. Ég hef það samt eftir mjög áreiðanlegum heimildum að inngönguskilyrði séu svartur alklæðnaður, vel sminkað andlit og varalitur (helst rauður). Það kom þó upp ósamræmi í sögunni þar sem tónleikarnir eru á vegum tónlistarskólans en fara fram í Glerárkirkju og kaffisala er svo í Síðuskóla. Þetta bíður upp á persónulega túlkun sem er mjög skemmtilegur liður í sögusögnum. Ég vil túlka þetta þannig að sameiginlegt átak eigi sér stað hjá þessum stofnunum. Það eigi að kristna fólk, kenna því að meta klassíska tónlist og kenna því undirstöðu atriðin í lestri og skrift á tveimur til þremur tímum.
Sagan segir ennfremur að klassískir söngvarar séu ekki svo góðir í singstar. Bloggeigandinn mun víst hafa reynt fyrir sér í 80's leiknum en ekki kunnað nema 1/4 laganna sem í boði voru og þá einungis viðlögin. Enda skilst mér að hún einbeiti sér miklu frekar að allt öðru tímabili tónlistarsögunnar.
Eitthvað heyrði ég um lestur Sjálfstæðs fólks en hvort stúlkan sé byrjuð á þeirri ágætu bók fylgdi ekki sögunni.
Fleira var það ekki í dag.
Ég sel það ekki dýrara en ég stal því en láttu það berast.
Saga Björg,
prófessor í sögusögnum.
Annars hef ég einnig heyrt því fleygt að tónleikar séu haldnir í dag á vegum tónlistarskólans sem stúlkan stundar af miklum krafti. Eitthvað er ég nú ekki alveg viss um tilefni þessara tónleika, þar sem sagan hefur borist um langan veg og eitthvað hefur skolast til, en eitthvað tengist það afmæli. Ég hef það samt eftir mjög áreiðanlegum heimildum að inngönguskilyrði séu svartur alklæðnaður, vel sminkað andlit og varalitur (helst rauður). Það kom þó upp ósamræmi í sögunni þar sem tónleikarnir eru á vegum tónlistarskólans en fara fram í Glerárkirkju og kaffisala er svo í Síðuskóla. Þetta bíður upp á persónulega túlkun sem er mjög skemmtilegur liður í sögusögnum. Ég vil túlka þetta þannig að sameiginlegt átak eigi sér stað hjá þessum stofnunum. Það eigi að kristna fólk, kenna því að meta klassíska tónlist og kenna því undirstöðu atriðin í lestri og skrift á tveimur til þremur tímum.
Sagan segir ennfremur að klassískir söngvarar séu ekki svo góðir í singstar. Bloggeigandinn mun víst hafa reynt fyrir sér í 80's leiknum en ekki kunnað nema 1/4 laganna sem í boði voru og þá einungis viðlögin. Enda skilst mér að hún einbeiti sér miklu frekar að allt öðru tímabili tónlistarsögunnar.
Eitthvað heyrði ég um lestur Sjálfstæðs fólks en hvort stúlkan sé byrjuð á þeirri ágætu bók fylgdi ekki sögunni.
Fleira var það ekki í dag.
Ég sel það ekki dýrara en ég stal því en láttu það berast.
Saga Björg,
prófessor í sögusögnum.
4 Comments:
Ég einmitt byrjaði á SF í dag og er búin með 100 bls...
er hægt að fá shorter version af sögunni?
Tja, ég er ekki viss um það. Annars hef ég bara heyrt vel látið af þessari bók og mig langar til þess að lesa hana þannig að ég held að þetta verði ein af þeim fáu skólabókum sem ég les.
Mér finnst SF frábær bók. Ekki vildi ég lesa styttri útgáfu af henni því þá væru ekki svona góðar lýsingar á hlutunum;)
hún er sosem í lagi greyjið, allt er skárra en Íslandsklukkan :P
Skrifa ummæli
<< Home