sunnudagur, febrúar 12, 2006

Prestar og páfagaukar

Mikið áhættuatriði var haldið í morgun. Ég og Valborg vorum prestlausar með sunnudagaskólann. Alveg aleinar og það gekk líka svona prýðilega. Hver þarf presta?

Ég átti tvö nammi eftir í nammi pokanum mínum áður en ég fór að borða hádegismat. Svo þegar ég fer að huga að namminu mínu þá er hann Baldur ekki uppáhalds bróðir, sem heldur því fram að hann sé veikur þótt ótrúlegt megi virðast, búin að klára nammið mitt. Án þess að spyrja kóng né prest og hann vissi að ég átti þetta nammi. Ég er alveg gríðarlega bitur og reið yfir þessu. Miglangínammimitt. Ég er að pæla í að hafa samband við Florence Nightingale og láta hana siða hann til.

Af hverju eru síðustu tveir lost þættir búnir að taka svona á tilfinningalega. Sérstaklega þar síðasti þáttur. Vondi Locke, vondivondi Locke. Ég viðurkenni það fúslega að ég táraðist yfir honum. Þvílík mannvonska.

Kobbi smeykur, Kobbi bleikur, Kobbi voða veikur.
Heilsubælið stendur alltaf fyrir sínu.

May we borrow your phone please?
Haha, svo ótrúlega fyndin auglýsing.

Endum þetta samt á afa.
Veriði góð við allt og alla þá gengur allt svo miklu betur.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði barið bróður minn

nei annars...

bróðir minn hefði ALDREI þorað að borða nammið mitt

mamma og pabbi kláruðu samt allt belgíska súkkulaðið mitt rétt eftir að ég kom frá Belgíu

4:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ein pæling..hvað kom páfagaukur færslunni við?? Var það hinn illkvittni bróðir eða?? :S

8:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei ekki alveg Elín en páfagaukurinn tengist heilsubælissetningunni.

1:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki óhult lengur...;) Tók mig miklu styttri tíma en ég bjóst við að gramsa í gegnum veraldarvefinn og finna þig! Gaman að finna fleiri sálir að hnýsast í!

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að grínast, mig óraði ekki fyrir að þú yrðir svona fljót að þessu. Ætli maður verði þá ekki að fara að passa uppá hvað maður skrifar hérna.

12:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Abba við stóðum okkur snilldar vel :) Gaman það :) Verð nú að segja ða ég fattaði ekkert heldur hvað þessi páfagaukur var að gera þarna og velti því fyrir mér áður en ég byrjaði að lesa færsluna hvort þú hefðir verið að kaupa þér fugl! Litlir bræður geta verið alveg afskaplega gráðurgir, það veit ég og líka svo óforskammaðir að borða nammið manns!

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Híhí, ég á bróður sem borðar aldrei nammið mitt! Hann gefur mér stundum sitt. :)

5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home