Eitthvað stórkostlegt, eitthvað gott.
Listinn gengur ágætlega, sérstaklega viðbæturnar. Ég held ég hafi klárað þær nánast allar í gær. Gærdagurinn var meira að segja mjög skemmtilegur. Það er langt síðan að ég hef gert eitthvað sem mig langar til með fólki sem mér þykir vænt um. Taki það til sín sem eiga, ég þakka fyrir daginn. Ég verð þó að vara ykkur við því að fara með Helgu í búðir. Það er hættulegt en mér tókst þó að standast allar freistingar furðu vel.
Ég er vel sett fyrir restina af fríinu sem brátt er þó á enda. Ég er með fullt af skemmtilegum bókum sem ég ætla að lesa og nóg að horfa á í tölvunni. Ég vil líka lýsa því yfir að That 70s show eða Svona var það 76 eins og þátturinn heitir í íslenskri þýðingu er uppáhaldsþátturinn minn. Ég gleymdi því í smástund en man það þó núna og ætla mér ekki að gleyma því í bráð. Ég vil þakka sjónvarpinu og videotækinu fyrir það.
Ég held ég hafi aldrei verið svona mikið inni í herberginu mínu og það kemur mér á óvart hvað mér líkar það vel. Vissulega er gólfið teppalagt með fötum, allt meira og minna rykfallið og ljósið lýsir einungir einn fjórða herbergisins upp en þrátt fyrir það hafa þetta verið ánægjulegar stundir.
Þetta er lítið og ómerkilegt blogg. Ég er ekki frá því að það sé meira að segja pínu væmið. Ég vona þó að það sé bara ég.
Gangi ykkur allt í haginn.
Ég kveð að sinni.
Ég er vel sett fyrir restina af fríinu sem brátt er þó á enda. Ég er með fullt af skemmtilegum bókum sem ég ætla að lesa og nóg að horfa á í tölvunni. Ég vil líka lýsa því yfir að That 70s show eða Svona var það 76 eins og þátturinn heitir í íslenskri þýðingu er uppáhaldsþátturinn minn. Ég gleymdi því í smástund en man það þó núna og ætla mér ekki að gleyma því í bráð. Ég vil þakka sjónvarpinu og videotækinu fyrir það.
Ég held ég hafi aldrei verið svona mikið inni í herberginu mínu og það kemur mér á óvart hvað mér líkar það vel. Vissulega er gólfið teppalagt með fötum, allt meira og minna rykfallið og ljósið lýsir einungir einn fjórða herbergisins upp en þrátt fyrir það hafa þetta verið ánægjulegar stundir.
Þetta er lítið og ómerkilegt blogg. Ég er ekki frá því að það sé meira að segja pínu væmið. Ég vona þó að það sé bara ég.
Gangi ykkur allt í haginn.
Ég kveð að sinni.
4 Comments:
Ehmm! Hættulegt?! Ég myndi frekar segja það vera lærdómsríkt og áhugavert eða eitthvað...ok, keypti kannski smá en engin föt, þetta var allt á útsölu...nema litlu skálarnar (en þær voru úr tiger) og já, slúðurblaðið (en það má nú alltaf vita hvað er um að vera í stjörnuheiminum) og ok, eyrnalokkarnir voru kannski ekki heldur á útsölu...hvorugir ;) en restin var á útsölu, hehe, semsagt geisladiskurinn.
En annars, takk fyrir daginn (gærdaginn) mér fannst mjög gaman að leika saman. :D
Sammála ykkur báðum, þetta var frábært :) Já Helga er hættuleg í búðum, allavega ef hún á pening ;) Það er semsagt alveg stórhættulegt að vera með okkur báðum í búðum, t.d. í kringlunni :) En hey fríið er ekki búið svo við verðum náttúrleg að gera eitthvað meira skemmtilegt! Og við eigum sko enn eftir að prófa singstarið!
Stundum er gott að vera væmin.
Fjúff...það er erfitt að standast freistingar þegar það eru útsölur á hverju horni, ég er stolt af þér:P
Ég hlakka til að sjá þig á miðvikudaginn!
hey gleymdi að segja þér að þetta er flott fyrirsögn á blogginu :) Alveg eins og lagið :)
Skrifa ummæli
<< Home