fimmtudagur, júní 29, 2006
föstudagur, júní 23, 2006
Gling, gló, klukkan sló
Klukkur eru sniðugar.
Þær geta verið mismunandi útlítandi.
Oft eru þær virkilega fallegar.
Svo eru þær einkar praktískar.
Þær segja manni hvernig tímanum líður.
Hvort hann sé úrillur eða í góðu skapi.
Sumar klukkur eru einnig með hljóði.
Þá heyrist hljóð á ákveðnum fresti.
Úr sumum klukkum kemur fugl út.
Eða dansandi fólk.
Klukkur með hljóði eru ennþá praktískari.
Þá veistu í hvernig skapi klukkan er þótt þú sért ekki á sama stað og hún.
Það er mjög sniðugt.
Allir verða að útvega sér klukku.
Hún getur verið lítil á hendi.
Eða stór á vegg.
Klukkur - ómissandi partur af tilverunni!
Þær geta verið mismunandi útlítandi.
Oft eru þær virkilega fallegar.
Svo eru þær einkar praktískar.
Þær segja manni hvernig tímanum líður.
Hvort hann sé úrillur eða í góðu skapi.
Sumar klukkur eru einnig með hljóði.
Þá heyrist hljóð á ákveðnum fresti.
Úr sumum klukkum kemur fugl út.
Eða dansandi fólk.
Klukkur með hljóði eru ennþá praktískari.
Þá veistu í hvernig skapi klukkan er þótt þú sért ekki á sama stað og hún.
Það er mjög sniðugt.
Allir verða að útvega sér klukku.
Hún getur verið lítil á hendi.
Eða stór á vegg.
Klukkur - ómissandi partur af tilverunni!
miðvikudagur, júní 21, 2006
Varst það þú?
Herbergið mitt er aftur orðið skítugt. Þetta er gjörsamlega óþolandi.
Hinn seki er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram og hundskast til að skammast sín.
Sumt fólk sko.
Hinn seki er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram og hundskast til að skammast sín.
Sumt fólk sko.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Danmörk, kirkja og fóbolti
Danmark var dejlig.
Ég kann því miður voða fáar skemmtilegar sögur úr þessari ferð. Það var samt gaman til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Fyrst ber að nefna veðrið. Það var gott. 28°- 30° hiti. Ég sólbrann, fékk freknur og brúnkufar á ristina eftir skóna mína og tala nú ekki um tjöruna sem ég fékk á þá líka. Hvað gerðum við svo? Við fórum í afmæli sem gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig. Svo gengum við um strikið og fleiri götur þar í kring. T.d. Nørregade, ég fann samt hvergi bakarann. Við skruppum í Tívolíið þar sem ég fór í eitt stykki bílferð. Einnig fórum við í andyri óperunnar, Kristjaníu og Nettó. Ég man ekki í augnablikinu neitt meira sem er frásagnarvert.
Ég, mamma og Baldur flugum með Iceland Express sem er svo sannarlega lággjaldarflugfélag svo ég segi nú ekki meira. Flugferðin út var sú versta sem ég hef upplifað og ég ætla alfarið að kenna flugfélaginu um það að mér hafi verið óglatt í þrjár klukkustundir hvað sem hver segir. Það var ekki einu sinni sjónvarp sem ég gat gleymt mér yfir.
En já. Þessi verð gekk bara vel fyrir sig og allir voru stilltir og prúðir og nokkurn veginn góðir vinir alla tíma.
Núna er ég bara í kirkjunni. Ég er nú þegar búin að lesa tvær bækur og einn fjórða úr annarri. Svo er ég nýbúin að fara á bókasafnið þar sem ég byrgði mig upp af bókum. Þar má finna Hringadróttinssögu og ég er þegar byrjuð á Föruneyti hringsins og miðar vel áfram. Ég býst við því að ég verði búin með þríleikinn í lok næstu viku eða svo.
Þetta er ekki mjög stressandi vinna og ekki alltaf mikið að gera hjá mér þannig að ég hvet alla sem eiga leið þarna um til þess að kíkja við. Þó ekki nema bara til þess að heilsa upp á mig og ef óskað er eftir sérsýningartúr um kirkjuna þá er alveg ótrúlegt hvað ég er til í.
HM heldur mér svo uppteknri eftir vinnu eða á eftir að gera það frekar þegar nær dregur úrsiltum. Já, þá man ég að ég horfði einnig á einhverja 2 fóboltaleiki eða svo úti í Danmörku. Svona er nú skemmtilegt að eiga fótboltasjúka frændur. Þótt einn þeirra haldi reyndar með Chelsea.
Ég held ég hafi þetta ekki mikið lengra í dag. Vona að eitthvað af þessu skiljanlegt. Beverly Hills er sko að byrja.
P.S. Ég steingleymdi strengjunum sem ég fékk í ristinni eftir einn göngudaginn. Verkurinn er þrálátur og ekki enn horfinn þrátt fyrir að rúmlega vika sé síðan labbidagurinn mikli var.
Meira P.S. Ég gleymdi líka að segja hversu ótrúlega gott er að koma heim eftir ferðalög. Ég er alltaf jafn glöð að sjá grjótið hérna. Það var reyndar skítkalt en það er allt í lagi.
Ég kann því miður voða fáar skemmtilegar sögur úr þessari ferð. Það var samt gaman til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Fyrst ber að nefna veðrið. Það var gott. 28°- 30° hiti. Ég sólbrann, fékk freknur og brúnkufar á ristina eftir skóna mína og tala nú ekki um tjöruna sem ég fékk á þá líka. Hvað gerðum við svo? Við fórum í afmæli sem gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig. Svo gengum við um strikið og fleiri götur þar í kring. T.d. Nørregade, ég fann samt hvergi bakarann. Við skruppum í Tívolíið þar sem ég fór í eitt stykki bílferð. Einnig fórum við í andyri óperunnar, Kristjaníu og Nettó. Ég man ekki í augnablikinu neitt meira sem er frásagnarvert.
Ég, mamma og Baldur flugum með Iceland Express sem er svo sannarlega lággjaldarflugfélag svo ég segi nú ekki meira. Flugferðin út var sú versta sem ég hef upplifað og ég ætla alfarið að kenna flugfélaginu um það að mér hafi verið óglatt í þrjár klukkustundir hvað sem hver segir. Það var ekki einu sinni sjónvarp sem ég gat gleymt mér yfir.
En já. Þessi verð gekk bara vel fyrir sig og allir voru stilltir og prúðir og nokkurn veginn góðir vinir alla tíma.
Núna er ég bara í kirkjunni. Ég er nú þegar búin að lesa tvær bækur og einn fjórða úr annarri. Svo er ég nýbúin að fara á bókasafnið þar sem ég byrgði mig upp af bókum. Þar má finna Hringadróttinssögu og ég er þegar byrjuð á Föruneyti hringsins og miðar vel áfram. Ég býst við því að ég verði búin með þríleikinn í lok næstu viku eða svo.
Þetta er ekki mjög stressandi vinna og ekki alltaf mikið að gera hjá mér þannig að ég hvet alla sem eiga leið þarna um til þess að kíkja við. Þó ekki nema bara til þess að heilsa upp á mig og ef óskað er eftir sérsýningartúr um kirkjuna þá er alveg ótrúlegt hvað ég er til í.
HM heldur mér svo uppteknri eftir vinnu eða á eftir að gera það frekar þegar nær dregur úrsiltum. Já, þá man ég að ég horfði einnig á einhverja 2 fóboltaleiki eða svo úti í Danmörku. Svona er nú skemmtilegt að eiga fótboltasjúka frændur. Þótt einn þeirra haldi reyndar með Chelsea.
Ég held ég hafi þetta ekki mikið lengra í dag. Vona að eitthvað af þessu skiljanlegt. Beverly Hills er sko að byrja.
P.S. Ég steingleymdi strengjunum sem ég fékk í ristinni eftir einn göngudaginn. Verkurinn er þrálátur og ekki enn horfinn þrátt fyrir að rúmlega vika sé síðan labbidagurinn mikli var.
Meira P.S. Ég gleymdi líka að segja hversu ótrúlega gott er að koma heim eftir ferðalög. Ég er alltaf jafn glöð að sjá grjótið hérna. Það var reyndar skítkalt en það er allt í lagi.
föstudagur, júní 09, 2006
Ja, das ist Copenhagen calling
Hvað sem botnlöngum, beinbrotum, blóðnösum og álíka b-orðum viðkemur þá tókst mér að klóra sjálfa mig til blóðs og það sofandi. Minni mitt hefur eytt öllum minningum um atvikið. Það síðasta sem ég man er að ég vaknaði, fann til í hökunni, fór fram og leit í spegil og sá af hverju. Ég er eins og sjóræningi. Blóðdótið er samt dottið af núna þannig að ég er ekki eins vígaleg og ég var.
Við förum suður eftir smástund og svo til Köben í fyrramálið. Mér sýnist allt stefna í það að þessi ferð verði farin og að við mætum í afmælið líka. Allir hafa allavega lofað því að vera stilltir og prúðir og haga sér vel. Við förum akandi með smurt. Ég heimta að fá brauðsneið með skinku og osti. Mér þykir líka leitt að hryggja suma en við förum að öllum líkindum ekki í gegnum Blönduós. Sumir fjölskyldumeðlimir eru ennþá í fýlu við lögguna þar.
Með nesti og nýja skó,
var lagt af stað í ró
en þegar austar dró
var ekið út í mó.
Mér var um og ó.
Jæja, sjáumst síðar.
Við förum suður eftir smástund og svo til Köben í fyrramálið. Mér sýnist allt stefna í það að þessi ferð verði farin og að við mætum í afmælið líka. Allir hafa allavega lofað því að vera stilltir og prúðir og haga sér vel. Við förum akandi með smurt. Ég heimta að fá brauðsneið með skinku og osti. Mér þykir líka leitt að hryggja suma en við förum að öllum líkindum ekki í gegnum Blönduós. Sumir fjölskyldumeðlimir eru ennþá í fýlu við lögguna þar.
Með nesti og nýja skó,
var lagt af stað í ró
en þegar austar dró
var ekið út í mó.
Mér var um og ó.
Jæja, sjáumst síðar.
þriðjudagur, júní 06, 2006
Copenhagen calling... oder was?
Það standa yfir þrotlausar æfingar fyir Danmerkur ferðina ógurlegu. Afmælisgjöfin er nefnilega ekki af lakari endanum og krefst töluverðar æfingar af minni hálfu.
Annars sýnist mér allt stefna í það að þetta verði ferðin þar sem við fjölskyldan gerum ekki neitt og hittum ekki neinn. Þess í stað munum við hanga inni á hóteli og reyna eftir fremsta megni að gera sjálfum okkur til geðs. Einnig þurfum við að passa okkur rækilega á því að hitta nú alveg örugglega ekki, eins og áður kom fram, annað fólk. Það skapar bara óþarfa vesen. það mun verða erfitt í milljón manna borg en okkur Bergurunum er nú ekki fisjað saman. Þetta eru kannski svolitlar ýkjur. Það er bara pabbi sem æltar að haga ferð sinni svona. Nei, þetta er ekki fallega sagt heldur. Við ætlum nú í afmælið og þar er fólk. Svo munum við örugglega þramma upp og niður Strikið og eflaust skreppum við í Tívolíið. Þannig að ég held við komumst ekki hjá því að hitta aðra. Ég held að einungis ættmenni séu á bannlista. Nei æi, ekki var nú þetta skárra. En hvernig verður þetta þá? Förum við þá kannski ekkert í afmælið eftir allt saman, því þar verður jú allt morandi í fólki bæði skildu og óskildu? En hvað verður þá um afmælisgjöfina? Á ég að hætta að æfa mig? Ég sem er búin að klippa neglurnar og allt. Svo ég tali nú ekki um siggsöfnunina sem er komin vel á veg. Var þetta allt til einskis?
Bíddu, af hverju erum við aftur að fara til Danmerkur?
Annars sýnist mér allt stefna í það að þetta verði ferðin þar sem við fjölskyldan gerum ekki neitt og hittum ekki neinn. Þess í stað munum við hanga inni á hóteli og reyna eftir fremsta megni að gera sjálfum okkur til geðs. Einnig þurfum við að passa okkur rækilega á því að hitta nú alveg örugglega ekki, eins og áður kom fram, annað fólk. Það skapar bara óþarfa vesen. það mun verða erfitt í milljón manna borg en okkur Bergurunum er nú ekki fisjað saman. Þetta eru kannski svolitlar ýkjur. Það er bara pabbi sem æltar að haga ferð sinni svona. Nei, þetta er ekki fallega sagt heldur. Við ætlum nú í afmælið og þar er fólk. Svo munum við örugglega þramma upp og niður Strikið og eflaust skreppum við í Tívolíið. Þannig að ég held við komumst ekki hjá því að hitta aðra. Ég held að einungis ættmenni séu á bannlista. Nei æi, ekki var nú þetta skárra. En hvernig verður þetta þá? Förum við þá kannski ekkert í afmælið eftir allt saman, því þar verður jú allt morandi í fólki bæði skildu og óskildu? En hvað verður þá um afmælisgjöfina? Á ég að hætta að æfa mig? Ég sem er búin að klippa neglurnar og allt. Svo ég tali nú ekki um siggsöfnunina sem er komin vel á veg. Var þetta allt til einskis?
Bíddu, af hverju erum við aftur að fara til Danmerkur?
mánudagur, júní 05, 2006
Mellý bellý
Ég er flutt að heiman eða svona næstum því. Fór ekki lengra heldur en niður í orlofsíbúðina. Já, og svo ætla ég mér bara að vera hérna niðri í kvöld ekki til frambúðar. Kannski fæ ég ekki einu sinni að vera hérna ein oftar. Ég þarf nefnilega að ganga svo skrambi vel um og má ekki skilja neitt eftir. Ég nýt greinilega engra fríðinda þótt ég hafi búið hérna í einhver ár.
Upphaflega flutti ég mig samt hingað niður til þess að lesa í uppeldisfræðinni. Ég veit ekk hvort að klukkan uppi hefur ákveðið að tifa hærra bara til þess að gera mér lífið leitt en ég heyri allavega slögin í henni alla leið niður. Svo var líka stelpudeildin á skjá einum að byrja í kvöld og ekki gat ég gert ástkærum það að teppa sjónvarpið í allt kvöld. Svo er ég nú líka alltaf að læra, eitthvað smá allavega, svona í auglýsingahléum. Ég var samt ekki viss hvort ég mætti horfa á stelpudeildina þar sem ég ætla mér að horfa á "strákadeildina" en ég hef ákveðið að svíkja lit og horfa á bæði. Ég get ekki látið þetta snilldar tækifæri renna mér úr greipum. Við erum að tala um Beverly Hills og Melrose Place frá upphafi og O.C. á eftir þeim herlegheitum.
Þetta á eftir að verða mikill sápudagur þar sem ég er þegar búin að horfa á Leiðarljós, Nágranna og Beverly Hills var að klárast. Mikið rosalega var Leiðarljós samt skemmtilegt í dag.
Ég gat ekki tekið sénsinn á því að svelta svo ég kom með vistir. Þannig að hér sit ég með bókina sem segir mér að foreldrar séu hræðileg fyrirbæri í annarri hendi og popp og kók í hinni. Fyrir framan er svo sjónvarpið sem lýgur mig fulla um veruleika bandarískra ungmenna.
Jább, svo skemmtilegt mánudagskvöld.
Upphaflega flutti ég mig samt hingað niður til þess að lesa í uppeldisfræðinni. Ég veit ekk hvort að klukkan uppi hefur ákveðið að tifa hærra bara til þess að gera mér lífið leitt en ég heyri allavega slögin í henni alla leið niður. Svo var líka stelpudeildin á skjá einum að byrja í kvöld og ekki gat ég gert ástkærum það að teppa sjónvarpið í allt kvöld. Svo er ég nú líka alltaf að læra, eitthvað smá allavega, svona í auglýsingahléum. Ég var samt ekki viss hvort ég mætti horfa á stelpudeildina þar sem ég ætla mér að horfa á "strákadeildina" en ég hef ákveðið að svíkja lit og horfa á bæði. Ég get ekki látið þetta snilldar tækifæri renna mér úr greipum. Við erum að tala um Beverly Hills og Melrose Place frá upphafi og O.C. á eftir þeim herlegheitum.
Þetta á eftir að verða mikill sápudagur þar sem ég er þegar búin að horfa á Leiðarljós, Nágranna og Beverly Hills var að klárast. Mikið rosalega var Leiðarljós samt skemmtilegt í dag.
Ég gat ekki tekið sénsinn á því að svelta svo ég kom með vistir. Þannig að hér sit ég með bókina sem segir mér að foreldrar séu hræðileg fyrirbæri í annarri hendi og popp og kók í hinni. Fyrir framan er svo sjónvarpið sem lýgur mig fulla um veruleika bandarískra ungmenna.
Jább, svo skemmtilegt mánudagskvöld.
Veganesti fyrir næstu daga
Enginn þarf að óttast síður
en Guðs barna skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjarna' á himinvegi.
...
Syng því dátt með sigurhljómi,
Síons hjörð og einum rómi,
hræðast þarftu ei, fjendur falla
fyrir Drottins orði snjalla.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
en Guðs barna skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjarna' á himinvegi.
...
Syng því dátt með sigurhljómi,
Síons hjörð og einum rómi,
hræðast þarftu ei, fjendur falla
fyrir Drottins orði snjalla.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
sunnudagur, júní 04, 2006
laugardagur, júní 03, 2006
Svona var það '98
Nafn: Arnbjörg Jónsdóttir
Heimilisfang: Þingvallastræti
Sími: 461-1745
Fædd(ur): 28. júlí '87
Á: Akureyri
Háralitur: skol
Augnlitur: blágrá
Hæð: 160 cm 6 cm á einu ári. Ég skynja munstur
Skóli: Brekkuskóli Aftur komin heim.
Bekkur: 6.ÞS Þorgerður
Uppáhalds námsgrein: saumar Ég fílaði hannyrðir sérstaklega vel á þessum tíma. Núna höndla ég varla nokkurt föndur, get samt prjónað.
Tómstundaiðja mín: Lesa og horfa á video Svo flókið orð að skrifa. Vídjó, video en fannst svo kúl að kunna að stafsetja það rétt, video.
Uppáhalds íþrótt mín: Skautar Tja, skárra en hitt allavega.
Uppáhalds hljómsveit mín: Backstreet boys Tímabil
Uppáhalds lag mitt: Mörg Gott svar
Uppáhalds bíómynd mín: Margar Enn betra svar.
Uppáhaldsbók mín: Bert og Svanur, Eva og Adam Er svo mikið fyirr Svíana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kettlingar Þeir eru krúttlegir, get fallist á það
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur og söngkona Veðurfræðingurinn varð skömmu eftir þetta úr myndinni. Vindstigunum var nefnilega breytt í metra á sekúndu og þar með hætti ég að skilja veðurfréttirnar. Dagar mínir sem verðandi veðurfræðingur voru þar með taldir. Draumurinn lifði í nokkur ár en eftir sat söngkonan ein að lokum. Enn þann dag í dag á ég erfitt með að skilja metrana.
Þannig fór um sjóferð þá.
Debetkortið mitt rann út í Maí.
Ég elska sumarið.
Heimilisfang: Þingvallastræti
Sími: 461-1745
Fædd(ur): 28. júlí '87
Á: Akureyri
Háralitur: skol
Augnlitur: blágrá
Hæð: 160 cm 6 cm á einu ári. Ég skynja munstur
Skóli: Brekkuskóli Aftur komin heim.
Bekkur: 6.ÞS Þorgerður
Uppáhalds námsgrein: saumar Ég fílaði hannyrðir sérstaklega vel á þessum tíma. Núna höndla ég varla nokkurt föndur, get samt prjónað.
Tómstundaiðja mín: Lesa og horfa á video Svo flókið orð að skrifa. Vídjó, video en fannst svo kúl að kunna að stafsetja það rétt, video.
Uppáhalds íþrótt mín: Skautar Tja, skárra en hitt allavega.
Uppáhalds hljómsveit mín: Backstreet boys Tímabil
Uppáhalds lag mitt: Mörg Gott svar
Uppáhalds bíómynd mín: Margar Enn betra svar.
Uppáhaldsbók mín: Bert og Svanur, Eva og Adam Er svo mikið fyirr Svíana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kettlingar Þeir eru krúttlegir, get fallist á það
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur og söngkona Veðurfræðingurinn varð skömmu eftir þetta úr myndinni. Vindstigunum var nefnilega breytt í metra á sekúndu og þar með hætti ég að skilja veðurfréttirnar. Dagar mínir sem verðandi veðurfræðingur voru þar með taldir. Draumurinn lifði í nokkur ár en eftir sat söngkonan ein að lokum. Enn þann dag í dag á ég erfitt með að skilja metrana.
Þannig fór um sjóferð þá.
Debetkortið mitt rann út í Maí.
Ég elska sumarið.
föstudagur, júní 02, 2006
Svona var það '97
Áfram höldum við.
Nafn: Arnbjörg Jónsdóttir
Heimilisfang: Höfðahlíð 1 Flutti reglulega á tímabili
Sími: 461-1745
Fædd(ur): 28. júlí '87
Háralitur: skol
Augnlitur: blágrá
Hæð: 154 cm Stækkaði um heila 12 cm á tveimur árum. Geri aðrir betur.
Skóli: Glerárskóli
Bekkur: 5-20 Lalli
Uppáhalds námsgrein: saumar og skinna Greinilega farin að þroskast eitthvað þarna
Tómstundaiðja mín: Hlusta á eitthvað Bara eitthvað
Uppáhalds íþrótt mín: Boltaleikir Þetta er falsað, ég læt ekki svona hluti út úr mér. Man þar að auki ekki eftir þessu.
Uppáhalds hljómsveit mín: Spice girls Tímabil.
Uppáhalds lag mitt: Spice up your life og fleiri Hver man ekki eftir þessu.
Uppáhalds bíómynd mín: Hercules og fleiri Fór á hana tvisvar í bíó
Uppáhaldsbók mín: Bert og baðstrandargellurnar Klassískt bókmenntaverk sem allir ættu að lesa. Ég las hana síðast í sumar. Grey túristarnir héldu að ég væri eitthvað skrýtin þar sem ég veltist um af hlátri á miðju kirkjugólfinu
Uppáhaldsdýrið mitt: Kanína og köttur Þroskinn var víst ekki meiri en þetta
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur og söngkona Söngkonudraumurinn vaknaður aftur.
En skemmtilegt...
Nafn: Arnbjörg Jónsdóttir
Heimilisfang: Höfðahlíð 1 Flutti reglulega á tímabili
Sími: 461-1745
Fædd(ur): 28. júlí '87
Háralitur: skol
Augnlitur: blágrá
Hæð: 154 cm Stækkaði um heila 12 cm á tveimur árum. Geri aðrir betur.
Skóli: Glerárskóli
Bekkur: 5-20 Lalli
Uppáhalds námsgrein: saumar og skinna Greinilega farin að þroskast eitthvað þarna
Tómstundaiðja mín: Hlusta á eitthvað Bara eitthvað
Uppáhalds íþrótt mín: Boltaleikir Þetta er falsað, ég læt ekki svona hluti út úr mér. Man þar að auki ekki eftir þessu.
Uppáhalds hljómsveit mín: Spice girls Tímabil.
Uppáhalds lag mitt: Spice up your life og fleiri Hver man ekki eftir þessu.
Uppáhalds bíómynd mín: Hercules og fleiri Fór á hana tvisvar í bíó
Uppáhaldsbók mín: Bert og baðstrandargellurnar Klassískt bókmenntaverk sem allir ættu að lesa. Ég las hana síðast í sumar. Grey túristarnir héldu að ég væri eitthvað skrýtin þar sem ég veltist um af hlátri á miðju kirkjugólfinu
Uppáhaldsdýrið mitt: Kanína og köttur Þroskinn var víst ekki meiri en þetta
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur og söngkona Söngkonudraumurinn vaknaður aftur.
En skemmtilegt...
fimmtudagur, júní 01, 2006
Svona var það '95
Á ferðum mínum um veraldarvefinn og þá aðallega bloggheiminn hef ég orðið vör við ansi marga, og mis merkilega, spurningalista. Verið alveg róleg samt því ég hef ekki ákveðið að svara einum mér til gamans. Ég hef annað betra og þarfara við tíma minn að gera eða vil allavega halda það. Ég fann aftur á móti á ferðum mínum um elskulega herbergið mitt bók sem ber nafnið Skólafélagar mínir og ég held að allir eigi að kannast við bækur af því tagi. Ég virðist samt ekki hafa haft neitt þarfara að gera hérna einu sinni nema svara þessum tiltekna spurningalista. Og það þrisvar á fjórum árum, takk fyrir, og því ætla ég að deila hérna með ykkur. Ég hafði gaman af þessu en get ekki lofað að ykkur þyki þetta skemmtileg lesning. Svo þar að auki er mér nokkuð sama. Ykkur leiðist allavega ekki á meðan. Mér virðist samt eitthvað hafa leiðst þófið þar sem ég svaraði bara vel völdum spurningum í hvert skipit. Kannski var athyglin bara ekki meiri.
Nafn: Arnbjörg
Heimilisfang: Byggðavegi 99 Beint á móti Súper. Þess vegna heitir þessi búð Byggðavegur hjá mér.
Sími: 461-1745
Fædd(ur): á Akureyrarspítala 1987 28. júlí
Háralitur: skolhærð
Augnlitur: grá blár
Hæð: 142 cm
Skóli: B.A Barnaskóli Íslands
Bekkur: 3.S Elsku besta Svana
Uppáhalds námsgrein: Myndmennt Mannlega mistök. Ég vissi ekki betur.
Uppáhalds hljómsveit mín: Sixdís Jess
Uppáhalds lag mitt: Ég hitti Litlu Hönnu Maju í gær Ég verð ær, alveg ær, er hún hlær.
Uppáhalds bíómynd mín: Konungur ljónanna Á hana á ensku sko. Pabbi pókeraði hana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kisur Ji, hvað ég hef verið ung.
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur Gamall draumur.
To be continued...
Nafn: Arnbjörg
Heimilisfang: Byggðavegi 99 Beint á móti Súper. Þess vegna heitir þessi búð Byggðavegur hjá mér.
Sími: 461-1745
Fædd(ur): á Akureyrarspítala 1987 28. júlí
Háralitur: skolhærð
Augnlitur: grá blár
Hæð: 142 cm
Skóli: B.A Barnaskóli Íslands
Bekkur: 3.S Elsku besta Svana
Uppáhalds námsgrein: Myndmennt Mannlega mistök. Ég vissi ekki betur.
Uppáhalds hljómsveit mín: Sixdís Jess
Uppáhalds lag mitt: Ég hitti Litlu Hönnu Maju í gær Ég verð ær, alveg ær, er hún hlær.
Uppáhalds bíómynd mín: Konungur ljónanna Á hana á ensku sko. Pabbi pókeraði hana.
Uppáhaldsdýrið mitt: Kisur Ji, hvað ég hef verið ung.
Það sem ég ætla að verða: Veðurfræðingur Gamall draumur.
To be continued...