Í dag, nánar tiltekið fyrir hádegi eða eitthvað í kringum 9 (hann giskar á 5 mín yfir 9), náði pabbi merkum áfanga í lífi sínu. Hálfa öldin er orðin staðreynd og hér með er hann orðinn að hálföldungi. Að því tilefni var peruterta á borðum ásamt öðru góðgæti.
Fleira skemmtilegt, prófin eru búin og fríið byrjað.
Listi yfir það sem ég ætla að gera í fríinu, vei.
* Sofa - Það er gaman og hollt að sofa. Einnig er þetta eitt af fáu sem hefur þessi orð saman í setningu á jákvæðan hátt.
* Skoða afmælisgjafirnar hans pabba nánar - Þá sérstaklega þessa sem hann fékk frá fjölskyldunni en það var The Beatles Anthology. Ég neita öllum ásökunum um það að umræddur pakki hafi verið keyptur einungis vegna þess að mig langaði í hann, það getur aftur á móti ekki skaðað eins og ég sagði. Einnig fékk hann afar áhugaverða draumaráðningabók og Þóra, það kemur margt í ljós varðandi geimveru-lost drauminn minn
* Horfa á lost - Ég er komin þremur þáttum á eftir og er varla talin maður með mönnum lengur. Auk þess hef ég heyrt að spennan fari stig vaxandi.
* Lesa John Lennon bókina - Pabbi fékk hana í jólagjöf en hún varð því miður að víkja fyrir skólabókunum.
* Tónó - Það er ekki frí allsstaðar og tónó hefur verið eilítið vanræktur síðustu tvær vikur eða svo. Einnig er söngpróf á næsta leyti og svo eru tónlistarsögu-, hljómræði- og tónheyrnarprófið eftir. Júhú.
* Hlusta á vínylplötunar sem til eru á heimilinu - Pink floyd, Bítlarnir, Neil diamond, Trúbrot, Hlh-flokkurinn, Elton John, John Lennon, Árný og svo margt, margt fleira.
* Skoða útsöluna sem er í Bókval nánar - Ég hef gaman af bókum og auk þess fékk ég pening fyrir að passa umrædd börn. Ég fékk reyndar líka borgað í hakki og beikoni.
Skemmtilegur listi, vei.
Fleira er ekki planað en ég er opin fyrir öllu, svona nánast.
Annars held ég að samband mitt og klukkunnar eigi eftir að blessast. Hún er nefnilega svo elskuleg að draga inn andann áður en hún slær. Ég verð að játa að það gerir líf mitt töluvert auðveldara.
Einnig verð ég að deila því með ykkur að það var strákur hjá Jay Leno áðan sem spilaði afmælissönginn og crazy frog lagið með höndunum einum saman. Spes.
Er farin að horfa á Lost.
Þangað til næst...